RFV - Hausmynd

RFV

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Vestasti vitinn

Allt í kringum landið eru vitar. 

Einn af mínum eftirlætis vitum er Bjargtangaviti. 

Á sumrin er allt fullt af lundum og stutt í álkur.

Öll skip sem sigla vestur fyrir landið eiga líka leið þarna framhjá.  Allt frá minnstu trillum upp í stæðstu skemmtiferðaskip.

Veðrið hjá vitanum er oftast gott.

Bjargtangaviti

Rennandi vatn

Fólk hefur alla tíð verið heillað af rennandi vatni.

Fólk getur setið tímunum saman og horft á vatn renna framhjá.

Ekki má gleyma öllum gosbrunnunum sem eru til.

Sumir gosbrunnar eru byggðir inn í styttur til að auka á mikilfengi þeirra.

Gosbrunnurinn hér að neðan er í Birmingham.


Hvort þetta sé aðlaðandi sjónarhorn verður hver að dæma fyrir sig.

Tré

Á fyrrihluta síðustu aldar var í fyrsta skipti ákveiðið að reyna með skógrægt í nágrenni Reykjavíkur.

Það var farið alla leið að Rauðhólum og trjám plantað þar.

Eftir nokkur ár höfðu trén ekki vaxið neitt að ráði.

Það voru skiptar skoðanir um hver ástæðan væri.  Flestir sögðu að tré gætu ekki vaxið á íslandi.  Aðrir sögðu að dvergfurur yrðu ekkert stærri.

Síðan þá hefur trjám verið plantað víðsvegar um land og sum jafnvel orðið stór.

tre

Þetta tré er á bak við hús á Skólavörðustíg.

Gómsætur íslenskur matur

Víðsvegar um landið er fiskur hengdur og þurkaður.

Margir erlendir ferðamenn reka upp stór augu yfir því hvað þetta sé og hvort þetta sé í alvöru mannamatur.

Skelfingasvipurinn verður jafnvel stærri þegar þeir sjá herta þorskhausa

.

Rusl á víðavangi

Ég hef alltaf verið á móti því að menn séu að skilja rusl og drasl eftir á víðavangi.  Sem betur fer fer þeim bæjum fækkandi sem hafa komið sér upp sínum einka ruslahaugi á hlaðinu.

Stundum virðist eins og eitthvað hafi gleymst að taka með þegar framkvæmdum lýkur.

Hér er eins og ruslið hafi orðið að hluta af umhverfinu.


Hvar virkar best að virkja?

Um allt land spretta upp virkjanir af ýmsum stærðum.

Þessi virkjun var sett upp í botni Patreksfjarðar líklegast á fyrri hluta síðustu aldar og var með þeim minni.

Ég dreg stórlega í efa að hún finni neistan aftur.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband