Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007
Mánudagur, 19. nóvember 2007
Hvað hef ég gert ykkur?
Í góðu veðri finnst mér gott að hjóla í stað þess að nota bílinn.
Ég hjóla meir að segja oft í vinnuna. Það er ótrúlega hressandi að byrja daginn á því að hjóla. Svo er þetta líka svo heilsusamlegt.
Það er hægt að fara allra sinna ferða á reiðhjóli allan ársins hring. Ef það hefur snjóað þá er ég einfaldlega örlítið lengur á leiðinni. Göngustígar eru yfirleitt mjög fljótlega ruddir og sandaðir svo það er lítið mál að fara hjólandi allt árið.
Eitt er þó slæmt við að hjóla á veturna.
Bragðið af malbikinu.
Sérstaklega í kyrru og þurru veðri er hægt að finna bragðið af malbikinu.
Bragðið af malbikinu kemur vegna þess að stór hluti ökumanna kýs að aka um á nagladekkjum.
Ég skil engan vegin af hverju fólk vill aka um á nagladekkjum.
Af hverju vill fólk aka um á dekkjum sem gera lítið annað en að tæta upp malbikið og framleiða meiri hávaða inni í bílnum.
Fólk telur sér trú um að það sé öryggisins vegna.
Mér er með öllu fyrirmunað að skilja af hverju það á að vera öruggara að aka um á nagladekkjum á auðu malbiki á veturna eru göturnar meira og minna auðar.
Á auðu malbiki hafa nagladekk lengri hemlunarvegalengd.
Í snjó skipta naglarnir engu máli. Þar er það munstur dekkjanna sem skiptir máli.
Á ís eru ný nagladekk hugsanlega betri. En það er bara þegar þau eru ný. Þegar nagladekk eru orðin veturgömul skipta naglarnir nær engu máli lengur.
Í dag er hægt að fá margar gerðir af ónegldum vetrardekkjum, heilsárs, loftbólu, harðskelja og harðkorna. Allt hljóðlátari dekk sem ég er fullviss um að henta betur við okkar aðstæður. Það sem skiptir mestu máli er að hafa dekkin hrein. Þá eru þau með besta gripið.
Sumir nagladekkjanotendur segja að þeir noti nagladekk vegna þess að þeir séu svo oft að fara út á land.
Ég fer líka reglulega út á land. Á ónegldum.
Það skiptir meira máli að aka eftir aðstæðum en að vera á nagladekkjum.
Í fyrra sá ég meir að segja frétt þess efnis að ökumenn á nagladekkjum valda fleiri umferðaróhöppum en þeir sem eru á ónegldum.
Ég hef einfaldlega ekki séð neinar upplýsingar sem segja mér að það sé öruggara að aka um á negldum dekkjum umfram ónegld.
Svo má ekki gleyma framlagi nagladekkja í svifryki. Nagladekkin tæta upp malbikið og dreifa því um loftið.
Það er svifrykið sem ég anda að mér þegar ég hætti mér út á reiðhjóli.
Svifrykið sem fer reglulega yfir hættumörk á fallegum vetrardögum.
Það er ekki laust við að ég spyrji þá sem aka um á nagladekkjum.
Hvað hef ég gert ykkur?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 17. nóvember 2007
Riddaraliðið
Í erlendum stórborgum sé ég oft riddaralögregluna.
Lögregluþjóna sem ferðast um á hestum.
Mér finnst þetta a.m.k. vinalegra en að sjá þá ferðast um á brimbörðum bílum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 16. nóvember 2007
Frönsk hönnun
Reglulega er tekið fram í auglýsingum að frönsk hönnun sé svo glæsileg. Sérstaklega er franskri hönnun hampað þegar verið er að kynna bíla og eldhúsáhöld.
Fyrir utan Louvre safnið sá ég þetta ágæta dæmi um franska hönnun.
Einföld og stílhrein hönnun.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 15. nóvember 2007
Bestu sætin
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 14. nóvember 2007
Leiðigarðurinn
Eftir París fór ég til Potiers. Það var mikil tilhlökkun hjá nokkrum okkar því rétt hjá hótelinu var Futuroscope. Skemmtigarður framtíðarinnar.
Ég var virkilega spenntur yfir að komast í allar hringekjurnar, rússíbanana og öll þau stórkostlegu tæki sem framtíðin mun færa okkur.
Þegar inn var komið sáum við fullt af húsum sem sýndu hvernig framtíðin mun líta út og líka hvernig menn héldu að framtíðin myndi lýta út árið 1960.
En hvar voru hringekjurnar og hvar voru rússíbanarnir.
Fljótlega komumst við að því að í framtíðinni verða skemmtigarðar lausir við öll þessi hræðilegu tæki sem gera lítið annað en að hræða fólk.
Í skemmtigarði framtíðarinnar er meðal annars boðið upp á hátæknivæddar IMax kvikmyndasýningar í þrívídd og kvikmyndasýning þar sem tjaldið er allt í kringum þig.
Ekki má gleyma rússíbanaherminum. Að geta setið í stól sem hristist fyrir framan skjá sem sýnir hvert þú ert að fara án þess að fara nokkuð. Er hægt að fara fram á meira? Mér dettur ekkert betra í hug nema þá alvöru rússíbana.
Allt voru þetta stórkostleg tæki. Það flottasta sem tæknin hafði upp á að bjóða og húsin sem hýstu tækin voru listaverk. Fyrir augað var þetta einhver besti skemmtigarður sem ég hef farið í.
En fyrir þá sem vilja hraða og spennu í tækjunum þá var þetta ekki skemmtigarður. Leiðigarður er kanski betra nafn.
Hér má sjá hvernig flugvél framtíðarinnar lítur úr.
Fleiri myndir frá Futuroscope.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 13. nóvember 2007
París
Fyrir nokkrum árum las ég frétt um að það gæti gerst að ferðamenn sem yrðu fyrir of miklum vonbrigðum með staðinn sem þeir ferðast til gætu orðið varanlega skaðaðir af reynslunni.
Sérstaklega var þetta algengt með Japani sem fóru til Parísar.
Þessa frétt las ég rétt áður en ég fór til Parísar.
Ég kunni ágætlega við þá innfæddu Parísarbúa sem ég hafði samskipti við. Það eina var að mér var með öllu ómögulegt að skilja orð af því sem þeir sögðu. Ég held að það hafi reyndar jafnast út því Frakkarnir skildu mig engan veigin.
Ég hafði stuttan tíma svo ég skoðaði það helsta. Innganginn á Louvre safnið, Notredam kirkjuna, röðina í Eifel turninn og hægri bakka Signu. Ég hafði takmarkaðan áhuga á að skoða vinstri bakkann því mér skilst að þar séu ekkert nema túristar með rauðvínsglös í leit að listamönnum.
Á göngunni milli staðanna mátti sjá margt áhugavert. Tjaldbúðir undir brú, gullslegnar styttur og lögregluþjóna á hestbaki.
Á veitingastað ákvað ég að prufa heimsfræga franska matreiðslu og pantaði escargots sem á að vera frægur franskur réttur. Þegar maturinn kom uppgötvaði ég að þetta voru sniglar. Þetta er sjálfsagt eitthvað svona menningarlegt hjá þeim eins og með hákarlinn okkar.
Þrátt fyrir þetta allt saman þá slapp ég án varanlegs skaða.
Svo skiptir litlu máli hvar ég var. Alltaf sá ég turninn
Hér eru fleiri myndir frá París
Ferðalög | Breytt 14.11.2007 kl. 09:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 12. nóvember 2007
Áhorfandastæðið mikilvægara en leikvangurinn
Ég átti leið framhjá Laugardalsvellinum.
Seint um kvöld og ekkert við að vera.
Nýja áhorfandastúkan var vel upplýst en ekkert annað.
Nú er það áhorfandastúkan sem skiptir öllu máli
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 10. nóvember 2007
Hvar eru norðurljósin?
Á hverju kvöldi horfi ég upp í himininn í leit að norðurljósum.
Skýin og borgarljósin hafa verið dugleg við að fela þau fyrir okkur.
Þessi norðurljós fann ég fyrr í vetur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 9. nóvember 2007
Eiga þetta að kallast framfarir
Um alla borg eru að spretta upp ný hús og önnur að hverfa.
Af sumum húsum er lítil eftirsjá.
Í Sóltúni er verið að rífa hús sem ég vildi frekar hafa lengur.
Gamla góða Bón og þvottastöðin.
Þar sem bíllinn fór í skítugur inn um annan endann og tandurhreinn út hinumegin.
Þetta var einfaldlega besta þvottastöðin í bænum.
Þetta er allt sem var eftir að húsinu í gær.
Það væri óskandi að það verði sett alvöru bílaþvottastöð á neðstu hæð í nýja húsinu sem verður byggt í staðin.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 8. nóvember 2007
Mynd á vegg
Stundum hefur staðsetning myndarinnar meira að segja en myndin sjálf.
Þessi mynd hékk á stigagangi utan sýningarsala í Vetrarhöllinni í Pétursborg.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)