Bloggfærslur mánaðarins, október 2007
Miðvikudagur, 31. október 2007
Rauðhólana aftur heim
Á leiðinni austur fyrir fjall er ekið framhjá Rauðhólum.
Nafnið fengu þeir vegna þess að þetta eru rauðir hólar.
Á fyrrihluta síðustu aldar voru hólarnir fleiri og stærri. Þegar Reykjavíkurflugvöllur var byggðir voru margir hólarnir fluttir í Vatnsmýrina og nýttir í undirlag.
Ef flugvöllurinn verður einhvern tíman fluttur í burtu vona ég að Rauðhólarnir verði fluttir aftur heim.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 30. október 2007
Viðey
Ég tók eftir því að það er eitthvað meira í Viðey en friðarsúla.
Þar er meðal annars hús, kirkja og bryggja.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 29. október 2007
Ormurinn langi
Á sunnudögum minnir umferðin til Reykjavíkur mig oft á langan upplýstan orm sem skríður áfram eftir jörðinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 27. október 2007
Sólfarið og friðarsúlan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 26. október 2007
Skylmingar norðurljóss og friðarsúlu
Þegar fyrsta stjörnustríðsmyndin var sýnd í bíó sá ég geislasverð í fyrsta skipti. Sverð sem var búið til úr ljósi.
Geislasverðin fengu nýja merkingu í gærkveldi þegar ég sá norðurljósin skylmast við friðarsúluna.
Friðarsúlan virtist hafa unnið þessa umferð því fljótlega dofnuðu norðurljósin og hurfu alveg.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 25. október 2007
Foss
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 24. október 2007
Gamla brúin
Neðsta brúin yfir Elliðaárnar virkar alltaf hálf lítil við hliðina á brúnni við hliðina.
Þess vegna finnst mér hún njóta sín betur úr hinni áttinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 23. október 2007
Kastalar
Á Íslandi eru engir alvöru kastalar. Risahallir með stórum turnum og vindubrú.
Þess í stað verðum við að láta okkur næga ljóta turna á verksmiðjum og færibönd sem fá á sig einhvern ævintýrablæ í réttri birtu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 22. október 2007
Eldsteikt
Ég hef alltaf verið mikið fyrir grillaðan mat.
Ég veit fátt betra en að setja lambakjöt á grillið.
Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að það eigi að koma smá eldur undir kjötinu. Það gefur gott aukabragð.
Um helgina fékk ég mér kótelettur.
Hugsanlega varð eldurinn aðeins of mikill. En maturinn bragðaðist vel.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 20. október 2007
Blokk
Um alla borg eru að spretta upp blokkir. Misfallegir steinkumbaldar.
Mér þykir skorta glæsileikan í íslenskar blokkir.
Þessa glæsilegu blokk sá ég í Edinborg.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)