RFV - Hausmynd

RFV

París

Fyrir nokkrum árum las ég frétt um að það gæti gerst að ferðamenn sem yrðu fyrir of miklum vonbrigðum með staðinn sem þeir ferðast til gætu orðið varanlega skaðaðir af reynslunni.

Sérstaklega var þetta algengt með Japani sem fóru til Parísar.

Þessa frétt las ég rétt áður en ég fór til Parísar.

Ég kunni ágætlega við þá  innfæddu Parísarbúa sem ég hafði samskipti við.  Það eina var að mér var með öllu ómögulegt að skilja orð af því sem þeir sögðu.  Ég held að það hafi reyndar jafnast út því Frakkarnir skildu mig engan veigin.

Ég hafði stuttan tíma svo ég skoðaði það helsta.  Innganginn á Louvre safnið, Notredam kirkjuna, röðina í Eifel turninn og hægri bakka Signu.  Ég hafði takmarkaðan áhuga á að skoða vinstri bakkann því mér skilst að þar séu ekkert nema túristar með rauðvínsglös í leit að listamönnum. 

Á göngunni milli staðanna mátti sjá margt áhugavert.  Tjaldbúðir undir brú, gullslegnar styttur og lögregluþjóna á hestbaki.

 Á veitingastað ákvað ég að prufa heimsfræga franska matreiðslu og pantaði escargots sem á að vera frægur franskur réttur.  Þegar maturinn kom uppgötvaði ég að þetta voru sniglar.  Þetta er sjálfsagt eitthvað svona menningarlegt hjá þeim eins og með hákarlinn okkar.

Þrátt fyrir þetta allt saman þá slapp ég án varanlegs skaða.

Svo skiptir litlu máli hvar ég var.  Alltaf sá ég turninn

 Hér eru fleiri myndir frá París


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband