RFV - Hausmynd

RFV

Í glugga

Þegar ég sá köttinn stökkva inn um gluggan var mér hugsað til þess hvort kötturinn ætti heima þarna eða hvort hann væri í óvelkominni heimsókn.

IMG_4941sh

Há sæti

Snjórinn gerir sitt til að hækka sætin og borðið.

IMG_4633

Bjalla á vegg

Til að lífga við hvítan bílskúrsgaflinn var máluð bleik bjalla.

Hún fer veggnum vel.

IMG_5694

Milli tveggja

Það er til brú milli tveggja heima.

Hér er brú milli tveggja tanka.

IMG_5637

Á staur

Ljósastaurinn er ekki hafður tvöfaldur fyrir betri lýsingu.

Hann er tvöfaldur svo tveir mávar komast fyrir á einum staur. 

IMG_5670

Pottinum hafnað

Sumir ræða málin í heita pottinum.

Aðrir hafna því og leggjast í höfnina og ræða saman.

IMG_5650

Kveikt

Það lýsir ekki af krafti.

En það er kveikt á perunni.

IMG_5696

Hlaup

Árið í ár er hlaupár

Dagurinn í dag er hlaupársdagur.

Hér er fólk sem hleypur á öðrum degi á öðru ári.


Kominn / Farinn

Undanfarið hefur snjórinn komið og farið.

Það gerist svo ört að ég þarf alltaf að horfa út um gluggann til að sjá hvort hann sé eða ekki.

IMG 0119

Snjór

Mér er sama hvað hver segir.

Ég vil fá snjóinn aftur í hæfilegu magni.

IMG_5522

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband