Mánudagur, 6. febrúar 2012
Veggir
Í Hafnarfirði eru veggir.
Einhvern tíman tilheyrðu þeir húsum en gera það ekki lengur.
Þeir voru engum til gagns.
Nema fyrir listamenn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 4. febrúar 2012
Bútasaumur?
Þegar mislit efni eru skorin niður og saumuð saman aftur kallast það bútasaumur.
Hvað kallast það þegar mislitum og misryðguðum bárujárnsplötum er raðað saman?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 3. febrúar 2012
Fiskur
Á ferðalögum á fjarlægum stöðum í öðrum löndum eru tröllvaxin skilti meðfram mögum vegum.
Það er minna um það á Íslandi.
Algengara er að skiltin séu smá.
Í Hafnarfirði hafa tvær fiskbúðir sett upp skilti með stuttu millibil.
Það er sama í hvora áttina þú ferð.
Þú getur alltaf endað í fiskbúð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 31. janúar 2012
Þungt farg
Snjórinn leggst af fullum þunga yfir allt sem fyrir er.
Trjágreinarnar bera sinn skammt.
Þær bogna en brotna ekki.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 30. janúar 2012
Leiðin heim
Þegar ég hjóla úr vinnu hugsa ég oft til þeirra sem þurfa að sitja í bíl á leiðinni heim.
Þeir missa af svo mörgu.
Þetta sést ekki út um bílrúðu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 28. janúar 2012
Óákveðið
Hver svo sem það er sem ákveður veðrið þá er sá hinn sami alltaf að skipta um skoðun.
Í þessari viku hef ég upplifað snjókomu, skafrenning og regn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 27. janúar 2012
Snjóálfur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 26. janúar 2012
Snjór
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 25. janúar 2012
Smá
Listaverkin eru um allan bæ.
Sum listaverkin eru stór hús, önnur stórar styttur eða jafnvel stórar myndir á vegg.
Svo eru það litlu listaverkin.
Þetta er í Elliðaárdal.
Það er svo smátt að það kæmist fyrir í vasa.
Ef það væri hægt að taka það í burtu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 24. janúar 2012
Klaki
Á Ráðhúsi Reykjavíkur er veggur með rennandi vatni.
Á sumrin safnar hann mosa en veturna safnar hann klaka.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)