Laugardagur, 31. mars 2012
Skilti
Mér þykir merkilegt að það skulu vera til tvö skilti sem eru ekkert lík en merkja það sama.
Annað merkilegra er að einhverjum hafi dottið í hug að setja þau svona nálægt hvort öðru.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 30. mars 2012
Bað
Sumir eru framkvæmdaglaðari en aðrir.
Ég veit ekki hversu framkvæmdaglaður eigandi þessa baðkars er.
Það eina sem ég veit er að hann framkvæmdi flutning á baðkarinu út í garð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 29. mars 2012
Rist
Þegar ég horfði á þessa rist hugsaði ég ekki um það hvort loftið færi inn eða út.
Sú hugsun kom síðar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 28. mars 2012
Seðlabankinn
Á síðustu öld sagði maður að í Seðlabankanum væri fjöldi manna sem gerði ekkert annað en naga blýanta.
Blýantarnir eru örugglega allir uppnagaðir í dag.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 27. mars 2012
Er þetta list?
Það hefur verið sagt að í Listaháskólanum sést oft maður standa og horfa spyrja. "Er þetta list eða er þetta rusl?"
Þetta er hreingerningamaður skólans.
Fyrir utan skólann sá ég þessi kefli.
Ég þurfti ekki að spyrja.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 26. mars 2012
Dyr
Sú var tíð að þessi rimlahurð lokaði inngang að banka milli fjögur og níu alla virka daga og allan sólarhringin um helgar.
Í dag loka þessir rimlar inngang að tómum sal sem geymir fátt annað en ryk.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 24. mars 2012
Svartsýni
Kannski er ég bara svona svartsýnn en ég óttast að snjórinn sé orðin að svarthvítri minningu fram að næsta vetri.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 22. mars 2012
Skrúfan
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 21. mars 2012
Vor
Veðurfræðingar segja að vorið sé komið.
Lóan er kominn að kveða burt það litla sem eftir er af snjónum.
Ég bíð eftir að lundinn komi af sjónum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 20. mars 2012
Hvað verður um?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)