RFV - Hausmynd

RFV

Prjón

Nýlega heimsótti ég hesta í hesthúsi.

Einn hesturinn reis á afturfæturna til að bjóða mig velkominn.

IMG_6478

Alger steypa

Ein sú stefna í arkitektúr sem margir elska að hata er brutalismi.

Ég er ekki sammála þeim.

Ólíkt því sem margir trúa þá hefur brutalismi ekkert með grimmd að gera.

Brutalismi kemur frá hugtakinu "Béton brut" sem er franska og merkir hrá steypa.

Steypan hér að neðan var eitt sinn máluð en er það ekki lengur.

Þessi steypa er hrá.

IMG_6312

Kjallarinn

Undir Höfðatúni er ofvaxinn bílakjallari.

Hann átti að vera stærri en fékk hálf snubbóttan endi.

IMG_6276

Beint

Sumstaðar vaxa tré beint upp í loftið.

Íslensku trén vaxa líka beint upp í loftið.

Þau taka bara krók á leiðinni.

IMG_6298

Kirkjan

Sú var tíð að þegar arkitekt var beiðinn um að teikna kirkju, teiknaði hann kirkju.

Í dag þegar arkitekt er beiðinn um að teikna kirkju, teiknar hann eitthvað brjálað.

Þessi kirkja lítur út eins og kirkja.

IMG_6332

Tré

Nú nálgast tíminn sem trén klæða sig í grænan sumarfatnað.

IMG_6316

Gámurinn

Reglulega geng ég framhjá gám.

Hvað var í gámnum eða er veit ég ekki og mér er eiginlega alveg sama.

Það eina sem ég velti fyrir mér er hvort gámurinn sé ekki búin að vera svo lengi á sama stað að hann eigi að fá sitt eigið húsnúmer.

IMG_6325

Skrúfað frá krana

Fyrir nokkrum árum voru byggingakranar jafn algeng kennileiti og húsin sem þeir stóðu við.

Svo eins og skrúfað væri fyrir krana hurfu kranarnir einn af öðrum.

Á bak við hús í Borgartúni er verið að undirbúa gróðursetningu á krana.

Hefur einhver skrúfað frá krananum?

IMG_6227

Upp og niður

Stiginn fer í báðar áttir.

Upp og niður.

IMG_6120


Bárujárn

Ég veit ekki hverjum kom til hugar að setja bárujárn þvert á veggi.

Ég er bara að vona að hann setji ekki bárujárn á þök.

IMG_6114

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband