Þriðjudagur, 24. apríl 2012
Fastur í umferð
Reglulega heyri fólk segja að það hafi verið fast í umferð.
Við þá sem það segja hef ég bara eitt að segja.
"Þú ert ekki fastur í umferð. Þú ert umferð."
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 23. apríl 2012
Braggi
Um miðja síðustu öld voru braggahverfi í Reykjavík.
Þau eru sem betur fer horfin í dag.
Nokkrir braggar hafa lifað af.
Spurning um að vernda þá.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 21. apríl 2012
Svarthvítt
Í þessu umhverfi fór ég ósjálfrátt að hugsa til þess hvort öryggismyndavélin taki bara svarthvítar myndir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 20. apríl 2012
Byrgi
Í Ráðhúsinu eru mörg herbergi.
Ég hef alltaf verið mest heillaður að byrgjunum sem hafa innganginn á milli sín.
Ég veit ekki hver tilgangurinn er með þeim en hann er væntanlega ekki til að bjóða fólk velkomið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 19. apríl 2012
Sumarið er komið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 18. apríl 2012
Banki eða ekki banki.
Í Borgartúni er banki.
Bankinn hefur þá sérstöðu að þetta er eini bankinn á Íslandi sem hefur ekki banka.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 17. apríl 2012
Upp
Í Ráðhúsinu eru hausar gamalla borgarstjóra geymdir.
Hátt uppi.
Svo hátt að við á gólfinu sjáum þá ekki.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 16. apríl 2012
Fiskur á stöng
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 14. apríl 2012
Á íslensku
Ég sá þetta skilti nýlega.
Þar var kurteisileg ábending um að hafa enga bíla á götunni klukkan átta á morgunn.
Ég hafði reyndar séð skiltið á sama stað kvöldið áður og þar stóð líka klukkan átta á morgunn.
En skiltið fékk mig til að rifja upp þegar ég var í Luxemburg fyrir mörgum árum.
Ég lagði bílnum fyrir framan hótelið og sá eitthvað skilti á Luxemburgísku sem ég skildi ekkert í og hugsaði ekkert útí.
Morguninn eftir hafði gatan breyst úr umferðargötu í götumarkað.
Ég þurfti að keyra í gegnum þvöguna milli söluborða og fólks sem leit á mig sem óþarfa aðskotahlut á annars góðum markaði.
Skildu einhverjir erlendir ferðamenn hafa skilið bílinn sinn eftir fyrir götusópurum vegna þess að þeir skildu ekki hvað stóð á skiltinu?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 13. apríl 2012
Öðruvísi
Sumir þurfa alltaf að vera öðruvísi en aðrir að því er virðist bara til að vera öðruvísi.
Hér er einn sendiherra sem vildi vera allt öðruvísi en allir aðrir.
Hann mætti á dökkgráum bíl en ekki svörtum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)