RFV - Hausmynd

RFV

Krossviðarhöllin

Í Boston er 60 hæða skrifstofuturn. 

Í upphafi þótti þetta vera einn glæsilegasti glerturn sem sést hafði sunnan Norðurpóls.

Það eina sem skyggði á glæsileika glerturnsins var árátta glugganna að yfirgefa ramman og hrapa til jarðar.

Í glers stað var krossvið komið fyrir í götunum og turninn fékk nafnið Krossviðarhöllin.

Í dag eru áratugir síðan síðasta rúðan tók flugið en nafnið loðir enn við.

IMG_7555

Bretti

Þótt brimið hafi ekki verið mikið og öldurnar ekki háar var hægt að renna sér í briminu.

Svo þarf ekki stórar öldur til að detta af brettinu.

IMG_7683

Fjársjóðsleit

Það leynast fjársjóðir í sandinum á ströndinni.

Með réttu græunum er hægt að finna þá og grafa upp.

IMG_7715

Þoka

Eftir að hafa ráfað um stóran hluta af Boston góðan hluta úr degi kom ég niður á höfn hélt ég að gleraugun væru með móðu.

Fljótlega áttaði ég mig á því að ég geng ekki með gleraugu. 

Þokan var komin.

IMG_7636

Stigi

Nýlega skoðaði ég Vatnshelli á Snæfellsnesi.

Hellirinn er með kjallara.

Með háum hringstiga sem nær alla leið niður og alla leið upp.

hellir

Fljóta eða ekki fljóta.

Það er vel þekkt staðreynd að bátar fljóta.

Kerrurnar sem flytja bátana á þurru landi fljóta ekki.

IMG_6871

Lás

Hlið eru til þess gerð að halda fólki úti eða inni.

Ég held að ég hafi aldrei séð nokkurt hlið sem er segir eins augljóslega að það sé læst.

IMG_6899

Fiskur

Það þarf ekki að eyða stórfé í veiðileifi til að njóta þess að sitja á bakkanum með veiðistöng.

IMG_6684

Grjót

Það væri gaman að sjá grjótinu rigna út um rörið.

Rétta sjónarhornið er beint undir á meðan það gerist.

IMG_6739

Skjóta lunda

Í sumar ætla ég að skjóta lunda.

Vopnaður myndavél.

IMG_7573

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband