RFV - Hausmynd

RFV

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2012

Í röð

Í upphafi vissu menn ekki hvað átti að kalla eins hús sem voru byggð upp við hvort annað.

Sumir kölluðu þetta keðjuhús en orðið raðhús varð ofaná.

En hversu margir ætli að hafi farið inn um rangar dyr þegar öll lengjan er eins.

IMG_4965

Trabant

Á síðustu öld gátu Íslendingar keypt nýjan Trabant á örfáum dögum en Austur Þjóðverjar þurftu að bíða árum saman. 

Þessi Trabant á vonandi eftir að fá númeraplötu og tækifæri til að segja nafnið sitt.

IMG_4923

Jólaljós

Eftirlætis jólaljósið mitt er á Seðlabankanum.

Eins og Kasper, Jesper og Jónatan sögðu "Hvorki of eða van".

IMG 9203

Ljós

Á hverju ári fyllast tré af fullorðnu fólki sem klifrar í trjám og skilur eftir sig ljósaseríur.

tré

Umferð

Ég hef oft velt fyrir mér þegar ég horfi á umferðarteppuna fara framhjá mér af hverju flestir bílar eru með sæti fyrir fjóra farþega.

Ég sé mjög sjaldan farþega í bílunum.

umferd

Svifbíll

Framtíðin á að vera full af bílum sem geta svifið um.

Ég hef ekki séð bíla sem geta svifið.

En ég er búinn að sjá bílskur fyrir bíl sem getur svifið.

IMG_3426

Hjartagarðurinn

Eitt eftirlætis galleríði mitt er Hjartagarðurinn.

Garður fullur af lífi og list.

Alltaf eitthvað nýtt að sjá í hverri heimsókn.

IMG_4644

GSMS

Í félagsheimili á landsbyggðinni fann ég þennan GSMS síma.

Gamlan síma með snúru.

IMG_3610

Úr hinni áttinni

Vaninn er sá að standa fyrir framan fossa.

Hluti af upplifuninni við Seljalandsfoss er úr hinni áttinni

IMG_3633

100 þrep

Það fer eftir því hvaðan er talið og hvert hversu margar tröppurnar eru.

Ég taldi 100 þrep og stend við það.

Ég ætla þó ekki að mótmæla þeim sem segja 116.

IMG_4417

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband