RFV - Hausmynd

RFV

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2012

Garn-graff

Merkilegt hvað þessir garngraffarar virðast hafa átt erfitt með að láta þennan vegg í friði.

IMG_4427

Hani

Hænurnar sem búa með þessum hana eru væntanlega allar heyrnarlausar.

Ég væri það a.m.k. ef ég byggi með hana sem galar svona hátt.

IMG_4334

Bílageymslur

í miðbænum eru tvær bílageymslur sitthvoru megin við sömu götu.

Önnur bílageymslan er undir seðlabanka hin undir tónlistahúsi.

Bílageymslan undir tónlistahúsinu er grá og líflaus en bílageymsla bankans er myndskreytt.

Spurning hvort þeir sem stjórna tónlistahúsinu ættu ekki að fara yfir í bankann til að kynna sér menningu.

IMG_4729
Bílageymsla Hörpunnar
IMG_4715
Bílageymsla Seðlabankans

Kyrr

Á hverjum degi eru milljónir manna og kvenna um allan heim föst í umferðarteppum á leið í ræktina til að geta hjólað á kyrrstæðu reiðhjóli.

IMG_1749

Fjallabíll

Eftir fjölda ferða til fjalla endaði jeppinn undir vegg og bíður þess að hverfa í ryð.

Nema einhver reyni að bjarga honum.

IMG_2935

Mastur

Allir sjá rafmagnsmöstrin um allt land.

Flestir hafa skoðanir á þeim.

Fæstir hafa séð þau frá þessu sjónarhorni.

IMG_4592

Frost

Á veturna frystir.

Frostið sum grös stærri.

IMG_4582

Góðir hlutir enda

Allir góðir hlutir virðast taka enda.

Sumt endar vel, annað illa. 

Svo er það sem bara endar. 

Eins og í bók sem höfundurinn virtist ekki geta fundið enda svo hann hætti að skrifa.

Í Laugardalnum er góður hjólreiðastígur.  Beinn og breiður vegur.

Svo endar hann.  Ekki vel, ekki illa.

Hann bara hættir.

IMG_4812

Uppbygging og niðurrif

Hér stóð hús.

Það var rifið.

Svo var byggt annað hús.

Áður en það var klárað, var það rifið.

IMG_4791

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband