Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2011
Mánudagur, 8. ágúst 2011
Gullvagninn
Gullvagninn hans Bó þekkja allir.
Um helgina kom nýr gullvagn. Gullvagninn hans Palla.
Töluvert stærri en gullvagninn hans Bó.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 6. ágúst 2011
Gleðiganga
Í dag fór ég og horfði á gleðigönguna ganga framhjá mér.
Tilgangur gleðigöngunnar er meðal annars að mála bæinn röndóttan í öllum regnbogans litum.
Í göngunni mátti sjá allt litrófið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 5. ágúst 2011
Gakk inn
Á flestum samkomustöðum er inngangurinn hafður áberandi.
Augljóslega er það gert til að bjóða þá sem koma velkomna og tryggja að allir viti hvert skal halda.
Það fer ekki milli mála hvar inngangur Þjóðleikhússins er
Þjóðmenningarhúsið hefur sinn inngang rammaðan inn.
Þótt stjórnarráðið sé ekki samkomuhús þá er gönguleiðin upp tröppurnar og að innrömmuðum dyrum.
Harpan er annað mál.
Það þarf að leita að glugganum sem opnast til að komast inn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 4. ágúst 2011
Hundurinn og plötuspilarinn
Þegar plötuspilarinn ver ný uppfinning var þekkt mynd af hundi sem stóð fyrir framan gammófón og hlustaði á eiganda sinn.
Þennan hund vantar gamlan plötuspilara til að myndin yrði fullkominn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 3. ágúst 2011
Fuglaskoðun - mannaskoðun
Þegar það er ekki mikið um ferðamenn í fuglaskoðun verða fleiri fuglar að láta sér næga eina ferðamanninn sem býðst og skoða hann.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 2. ágúst 2011
Torfbraggi
Öldum saman var torf helsta byggingaefnið.
Annað byggingaform fortíðarinnar er braggi.
Fyrr eða síðar hlaut að koma að því að einhver tæki upp á því að sameina þetta tvennt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 1. ágúst 2011
Vélmenni á vegg
Sumar myndir eru svo stórar að það fynnst ekki nógu stór strigi.
Það þurfti heilan vegg fyrir þessi vélmenni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)