Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2011
Föstudagur, 19. ágúst 2011
Loftnet
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 18. ágúst 2011
Garðsláttur og farartálmar
Eftir að hafa hjólað hluta af sumrinu meðfram óhirtum óræktartúnum þar sem grasslátturinn var á forræði borgarinnar gat ég ekki annað en fagnað þegar grasið var loksins slegið og borgin gerðist snyrtileg á ný.
Í gær var ég að hjóla eftir þeim hluta hitaveitustokkanna sem liggja frá Elliðaám að Sogavegi. Við Sogaveginn enda stokkarnir á tröppum. Stuttar tröppur sem ég þarf að ganga upp og leiða hjólið.
Fyrr um daginn höfðu borgarstarfsmenn verið að slá gras á svæðinu og höfðu einhverra hluta vegna fengið þá hugmynd að ekki nokkur gæti mögulega átt leið um þessa hitaveitustokka. Efst í tröppunum var graspokum raðað annaðhvort í hugsanaleysi eða til að tryggja að enginn myndi ganga, hvorki upp né niður þessi þrep.
Þar sem ég held því fram að ég sé fótviss og í góðu formi komst ég framhjá farartálmanum.
En ég hugsaði eitt augnablik til þeirra sem eiga erfitt með gang, þá sem ýta barnavögnum á undan sér eða hvern þann sem treysti sér ekki til að ganga upp eða niður bratta grasbrekkuna.
Það hljóta að vera til betri staðir til að geyma graspokana en þvert fyrir göngu og hjólaleið efst í brekku.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 17. ágúst 2011
Fókus
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 16. ágúst 2011
Út að hlaupa
Það er sama hvar ég hjóla þessa dagana. Út um allt er hlaupandi fólk.
Allir að æfa sig fyrir Reykjavíkurmaraþon.
Svo þegar maraþonið er búið fæ ég stígana aftur fyrir mig.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 15. ágúst 2011
Jarðlög
Til að þekkja jarðsöguna þarf að þekkja jarðlögin.
Það er ekki nóg að hlusta á þau.
Það verður að lesa þau líka.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 13. ágúst 2011
Nóttin sem verður haldin um dag
Eftir viku verður menningarnótt í Reykjavík.
Alltaf þótt merkilegt að halda nóttina á miðjum degi og enda hana um kvöld.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 12. ágúst 2011
Baggar
Á síðustu öld voru baggar aðal geymslumátinn á heyi í sveitum landsins.
Svo komu rúllurnar og völtuðu yfir baggana.
Á ólíklegasta staðnum sá ég svo bagga aftur eftir áratuga bið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 11. ágúst 2011
Beðið eftir göngunni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 10. ágúst 2011
Frímerkjasafnarinn fyrrverandi
Einu sinni heyrði ég sögu af frímerkjasafnara.
Hann lagði alúð í safnið sitt og eyddi löngum stundum við að skoða frímerkin og koma þeim fyrir í þartilgerðum möppum.
Einn dag var hann að færa frímerkin yfir í nýjar og fínar möppur. Þetta var heitur dagur svo hann opnaði gluggan.
Allt í einu kom sterk vindkviða sem feykti frímerkjunum um allt. Sum frímerkin lenntu í fiskabúrinu, sum fuku út um gluggan og örfáum frímerkjum var hægt að bjarga.
Í dag er maðurinn jafnmikill safnari.
En til að tryggja að hann lendi ekki í sömu ógæfu aftur hefur hann fundið sér nýja hluti að safna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 9. ágúst 2011
Merkið sem var
Á síðustu öld var JL húsið ein stærsta verslun landsins.
Matur, húsgögn og margt fleira á nokkrum hæðum.
Húsið stendur en starfsemin þar inni er breitt.
Merkið sem stóð utan á húsinu hefur fundið sér nýjan stað.
Það ætti kannski að friða merkið og setja það upp aftur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)