RFV - Hausmynd

RFV

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2011

Regn

Nú er haustið komið og regnið kemur með lægðunum.

Regnið á myndinni hér að neðan er fyrir löngu runnið til sjávar.


Upp í loft

Nú þegar skyggir á kvöldin er ég farinn að horfa upp í loftið.

Tími norðurljósanna fer að byrja.

nordurljos1

Gönguferð yfir hálendið fyrir einn

Fyrir mögrum árum var gert grín að því að verðlaun í happadrætti Ferðafélagsins gönguferð yfir hálendið fyrir einn.

Hugsanlega hefur þessi unnið þann vinning.

IMG_1951

Klassískur bíll með kýraugu

Oftast þegar minnst er á fornbíla hugsa flestir um stóra ameríska bíla með tröllvaxnar vélar.

Þessi hefur verið til um 30 ár og telst líka vera fornbíll.

Með sýnishorn af vél undir húddinu og kýraugu á hliðunum.

IMG_1420

Ljótu húsin

Í flestum borgum heimsins er hægt að skipta húsunum í þrennt.  Það eru flottu húsin, ljótu húsin og svo húsin sem eru hvorugt.  Þau eru það venjuleg og óspennandi að það man ekki nokkur eftir þeim húsum þegar heim er komið.

Í Pétursborg eru bara öfgakennd dæmi um tvo fyrrnefndu flokkana. 


Virkjum þessa sprænu

Það þarf ekki alltaf stórar ár til að virkja.

Bæjarlækurinn stendur oft fyrir sínu.

IMG_8845

Flugeldar

Þegar Bubbi var búinn að syngja síðasta sönginn, Diddú klárað sína ræðu og ljósin kveikt í Hörpu var nokkrum bombum skotið upp í loft með hávaða og ljósum.

IMG_1894

Dreginn

Ég fór að velta því fyrir mér hvort enginn kæmist upp með að leggja utan löglegra stæða á menningarnótt.

Svo er möguleiki að það sé einhver önnur og minna spennandi skýring á þessum drætti.

IMG_1774

Ljós Hörpu

Um helgina var kveikt á ljósum Hörpu í fyrsta skipti.

Ljósin voru vart byrjuð að lýsa umræðan um lítilfjörleika ljósanna hófst.

Hæðst hljómuðu þeir sem sátu heima í sófa og horfðu á dýrðina í sjónvarpi fljótlega birtust myndir á netinu sem sýndu svartan kassa með daufum ljóstýrum á stöku stað.

Það læddist að mér sá grunur að það væri verið að reyna að láta ljós Hörpunnar líta út eins og týru af kerti.

Ég upplifði ljósin a.m.k. ekki þannig.

IMG_1944

Upp vegginn

Sumir taka lyftuna upp.

Aðrir nota stigann.

Svo eru þau sem nota vegginn.

IMG_1710

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband