RFV - Hausmynd

RFV

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2011

Allskornar veður

Á íslandi er allskonar veður.

Við fáum regluleg sýnishorn af næstum öllu veðri sem til er.

Sum veður fáum við þó mjög sjaldan.

Ég held að það eina sem við fáum sjaldnar en lóðrétt regn sé þrumuveður.

Ég þurfti að fara til annars lands til að ná mynd af þessu þrumuveðri.

elding

Í rusli

Á stöku stað hafa verið settir gámar til að taka við því rusli sem til fellur í grennd.

IMG_9682

Rafmagn - Lífshætta

Skilaboðin fara ekki á milli mála þótt leið rafmagnsins sé orðin önnur.

IMG_9438

Þingmannaleið til Heimsenda

Það er mis góð trú sem fólk hefur á þingmönnum þjóðarinnar.

Sumir bera fullt traust til þeirra allra á meðan aðrir sjá allt að öllu sem á Alþingi gerist.

Ég held samt að það hafi enginn sýnt eins afgerandi sína skoðun á þingheimi og sá sem setti upp þessi skilti.

thingmannaleid

Vísir að lest

Það er allt á Íslandi.

Við höfum meir að segja vísi að lest.

Við höfum eimreiðina, nokkra metra af teinum.

Það vantar bara nokkra vagna og lengri teina svo þetta geti kallast alvöru lest.

IMG_9963

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband