RFV - Hausmynd

RFV

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2011

101 - Hegningarhús

Milli bókabúðar og hanskabúðar í 101 Reykjavík er fangelsi.

Fangelsið var byggt árið 1874 og var þá staðsett fyrir utan bæinn.  Þá voru raddir sem sögðu að fanglesið væri of langt út úr bænum.

Í dag 137 árum síðar er fangelsið ennþá starfandi.  En í dag er það ekki langt fyrir utan bæinn.  Það er í miðbænum.

Fangelsið er rekið á undanþágum og er langt frá því að uppfylla þau skilyrði sem fangelsi á að uppfylla.  Það ætti ekki að vera neitt stórmál að finna skárra húsnæði sem væri hægt að reka á aðeins færri undanþágum þangað varanlegri lausn rís.

Húsið sem hýsir er fangelsið friðlýst en ég veit ekki til þess að það sé hluti af friðlýsingunni að það verði að vera fangelsi þar inni.   Þó húsið hafi verið byggt sem fangelsi  á 19.öld þá er ekkert sem segir að það skuli vera fangelsi á þeirri 21. 

Það er fyrir lögnu kominn tími til að finna húsinu nýtt hlutverk.  Húsið hefur upp á margt að bjóða.

Það er svo margt hægt að gera í húsi staðsettu á milli bókabúðar og hanskabúðar.

IMG_0671

Hjólreiðamaðurinn

Það eru ekki margir minnisvarðar um hjólreiðamenn.

Þetta er sá eini sem ég man eftir.

IMG_0630

Klettur

Þar sem enginn náttúrulegur klifurklettur var á Laugaveginum var gerviklettur reistur í staðinn.

IMG_0639

Veggur

Veggur er ekki bara veggur.

Í vesturbænum hafði listamaður málað listaverk á dauðan vegg og glætt hann lífi.

IMG_0692

Prjónahjól

Til að hjólinu verði ekki of kalt er góð hugmynd að klæða það í lopapeysu.

Það hefur hugsanlega áhrif á aðra eiginleika hjólsins.

IMG_0605

Gras

Í hvert skipti sem ég hjóla um borgina innanum óslegið grasið verður mér hugsað til sveitarinnar þar sem sláttuvélin frá þarsíðustu öld ryðgaði á síðustu öld.


JL húsið

JL húsið hefur lengi verið merkilegt fyrir þær sakir að það er ekkert merkilegt við það.

Það breyttist þegar stærsta vegglistaverk landsins var málað á framhliðina.

IMG_0696

Undarlegt regn

Áðan sá ég sjaldgæfa sjón.

Regn sem féll í lóðrétt beinni línu.

Það var eins og það væri bara þyngdaraflið sem stjórnaði falli dropanna.

Lengi hélt ég að þannig regn væri bara í útlöndum.


Hér er mynd tekin í útlöndum af lóðréttu regni


Stytta

Spilverkið söng á síðustu öld um styttur bæjarins.

Þessi stytta var ekki með í því lagi.

IMG_0018

Eitthvað að stóla á

Það má greinilega stóla á að það er hægt að stóla á þessa stóla.

IMG_0072

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband