Bloggfærslur mánaðarins, maí 2011
Laugardagur, 14. maí 2011
Bjórlambið Brúnó
Á sveitabæ á vestfjörðum fæddist lítið lamb. Lambhrútur sem móðirin hafnaði og var vart hugað líf.
Sérstakt útlit varð til þess að það var ákveðið að bjarga honum og hafa hann sem heimalning á bænum.
Hann braggaðist þokkalega.
Svo gerðist það að bjórdós datt í gólfið og sprakk svo bjórinn flæddi um.
Lambið var fljótt til, ákvað að smakka vökvann og líkaði vel.
Eftir það heimtaði lambið sinn daglega bjór og óx og varð fljótt að myndar lambi.
Bjórinn hafði líka þau áhrif að lambið tók sér persónuleika smalahunds sem óttaðist ekkert.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 13. maí 2011
Flygill
Ég sit fyrir framan sjónvarpið og horfið á Hörpuvígsluna.
Meðal þess sem er búið að víga er nýr flygill.
Einhvern tíman mun sá flygill vera búinn að eignast merkilega sögu. Margir merkir leikið á hann.
Hann mun jafnvel eignast jafn merka sögu og þessi flygill.
Geimsteins flygillinn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 12. maí 2011
Á sjó
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 11. maí 2011
Litla hríslan
Á fyrrihluta síðustu aldar var gróðursett tré fyrir utan hús.
Tréð var í raun ekki annað en lítil hrísla.
Hríslan óx og stækkaði en húsið ekki.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 10. maí 2011
Trillan
Það er alltaf spurning hvað á að gera við bát þegar hann hættir að fiska.
Þessi fór af sjó og hóf störf á leikvelli.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 9. maí 2011
Góð samstetning
Við Kringlumýrarbrautina eru nokkur fyrirtæki sem hafa sett upp auglýsingaskilti við lóðarmörkin hjá sér.
Allt hin fínustu fyrirtæki.
En passa öll skiltin saman?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 7. maí 2011
Veggskraut
Það er hægt að hengja svo margt annað en málverk upp á vegg.
Ég held reyndar að þetta hjól hafi ekki verið sett upp sem skraut í upphafi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 6. maí 2011
Vinnustaðahrekkur
Það var eitt sinn sumarstarfsmaður sem veiddi flugu. Geitung til að vera nákvæmur.
Hann setti geitunginn í glas og blað yfir til að hann myndi ekki flögra um og valda hefðbundinni skelfingu inni í húsinu.
Eldri og reyndari starfsmaður sá til hans og sagði honum að hann ætti að fara með geitunginn inn til verslunarstjórans. "Hann hefur svo gaman af þessum flugum."
Sumarstrákurinn sá þarna got tækifæri til að koma sér í mjúkinn hjá yfirmanni. Gleðja hann með því að deila með honum sameiginlegu áhugamáli.
Strax og verslunarstjórinn sá glasið með flugunni hafði hann bara eitt að segja.
Öskra lýsir því kannski betur.
"ÚT MEÐ ÞIG"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 5. maí 2011
Steinn
Hvað þarf vindurinn langann tíma til að láta steininn hverfa.
Jarðfræðilega ekki lengi.
Vart nema nokkur þúsund ár.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 4. maí 2011
Málað á vegg
Eitt sinn var listaverkasafnari spurður hvort hann léti listfræðinga aðstoða sig þegar hann fjárfesti í listaverkum.
Hann svaraði því að hann vissi hvað honum líkaði og það væru verkin sem hann keypti.
Ég er sammála honum. Ég veit hvað mér líkar og skiptir engu hvort málað sé með pensli á striga eða úðað með brúsa á stein.
Á Grundarfirði sá ég þennan vegg.
Væri hann málaður hvítur og hurðirnar bláar væri ekkert merkilegt við hann.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)