Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2011
Miðvikudagur, 6. apríl 2011
Óteljandi
Á Íslandi er staður með óteljandi hóla, heiði með óteljandi vötn og fjörður með óteljandi eyjar.
Í Reykjavík eru til bílageymslur með óteljandi gráa liti.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 5. apríl 2011
Bros
Sumir segja að bros geti dimmu í dagsljós breitt og að bros sé smitandi.
Þegar ég sé þetta bros get ég ekki anað en brosað líka.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 4. apríl 2011
Best
Í Reykjavík er tvennt sem kennir sig við best.
Annað er flokkur sem segist vera bestur, en er það ekki.
Hitt er veitingastaður sem býður upp á bæjarins beztu pylsur og stendur við það.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 2. apríl 2011
Lending
Margir halda því fram að það sé ekkert mál að stökkva fram af hverju sem er.
Það sé lendingin sem sé vandamálið.
Hér var hvorki stökk né lending vandamál.
Þyngdarlögmálið er einfaldlega viðmið. Ekki eitthvað til að fara eftir.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 1. apríl 2011
Vorboði
Með vorinu koma vorboðarnir.
Farfuglar, löggumótorhjól og skemmtiferðaskip.
Einn vorboðann sé ég alltaf þegar ég er á ferð um landið.
Vegavinnuflokka.
Hópar manna sem taka gamla slæma vegi og gera þá verri til að þeir verði betri á eftir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)