RFV - Hausmynd

RFV

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2011

Milli grárra hæða

Í gráu bílageymslunni er grá leið milli hæða.

Bílageymslan er alltof grár heimur.

IMG_5431

Við dyrnar

Það eru margir kostir við að hjóla.

Einn stærsti kosturinn er hvar hjólastæðin eru.

Laus bílastæði eru oft langt frá dyrum.

Hjólastæðin eru alltaf við dyrnar.

IMG_3127

Hvað sem þú gerir

Í gegnum allt sem hefur gengið á þá er alltaf spurning hvað skuli gera.

Það eru margar leiðir færar en það er sama hvað sem gengur á er alltaf eitt sem skal ekki gera.

IMG_5482

Rafmagn

Þegar það var nýtt að nýta rafmagn þótti rafmagn merkilegt.

Þá voru byggð glæsihýsi til að hýsa rafmagnið.

IMG_5443

Húsbíll

Á síðustu öld var búinn til pallbíll.

Á sömu öld var líka búið til hjólhýsi.

Síðar var pallurinn tekinn af pallbílnum og hjólin undan hjólhýsinu.

IMG_5491

Öldusund

Þegar endur vilja komast í öldusundlaug fara þær á sjóinn.

Fólkið getur farið á Álftanes.

IMG_5520

Á floti

Í Reykjavíkurhöfn sá ég tunnu á floti.

Hvaðan hún kom veit ég ekki en það var nokkuð auljóst að hún var á leið í land.

IMG_5508

Á línu

Til eru þeir sem geta gengið eftir línu strengda milli tveggja staura.

Ég get líka gengið á línu.

Ef hún er á jörðinni.

DSCF0237

Staðið á stól

Sumir vita ekki hvað á að gera við einföldustu hluti.

Hér er maður sem veit ekki að það á að sitja á stól en ekki standa og hann veit ekki heldur hvernig stóllinn á að snúa.

Það virðist samt virka fyrir hann.

DSCF0222

Á vegg

Sumir veggir eru faldir í portum þegar þeir eiga að vera fyrir alla að sjá.

IMG_5483

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband