RFV - Hausmynd

RFV

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2011

Út að hjóla

Í morgun sá ég hvítt.

Snjór yfir öllu.

Ég sá fyrir mér allt fólkið sem byrjar daginn á að moka þykkt lag af snjó af bílunum sínum bara til að færa bílinn í næstu umferðarteppu.

Ég tók ekki þátt í því í dag.

Ég hristi snjóinn af hjólinu og hjólaði af stað.

hjol

Yfir lækinn

Fyrir nokkrum árum fór ég í réttir.

Það var fjölmenni í réttunum.  Það mátti vart á milli sjá hvort væri meir af fé eða fólki.

Á milli þess sem kindur voru dregnar í dilka var peli dregin upp úr vasa og söngvar sungnir.

Voru menn jafnvel sóttir sérstaklega til að bæta hljóm réttanna.

Þegar einu lagi lauk hafði einn bóndinn orð á því að það hafi verið viturleg ákvörðun að sækja drenginn yfir lækinn.  Því hann söng svo vel.

img_4565
Umræddur lækur.
Þjórsá. 

Hestöfl

Ég geri mér grein fyrir því að einingin heitir hestafl og er merkingin er afl á við einn hest.

Ég man samt ekki eftir hesti sem var bara eitt hestafl.

IMG_3782

Gæsaþvottur

Það er engu líkara en að gæsin gangi á vatni meðan hún snyrtir sig fyrir sundið.

IMG_3605

Gömlu tækinn

Gamli heyvagninn er löngu hættur að gegna sínu hlutverki.

Í dag er hann griðastaður mosa og ryðs.

IMG 4118

Flottasta týpan

Fyrir nokkrum árum var vart til sá glæsivagn sem ekki rataði til Íslands.

Flottustu týpur allra bíla virtust sjást á götunum Reykjavíkur.

Eitt fannst mér þó vanta.

Flottustu Löduna.

Aldrei sá ég nokkurn á 5 dyra Lödu Sport.


Snjór

Í dag hefur snjóað.

Ég fagna alltaf hverju snjókorni sem fellur.

Það birtir yfir og hverstagslegustu hlutir fá nýjan blæ.

IMG 9153

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband