RFV - Hausmynd

RFV

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2011

Hverfisgata

Margir líta á Hverfisgötu sem hraðbrautina við hliðina á Laugaveginum.  Fljótlegu leiðina frá Hlemm á Lækjartorg.

Margir missa af húsunum við götuna. 

Fyllilega þess virði að ganga Hverfisgötuna og sjá hvernig hún er.

IMG_4839

Búrið

Stigar geta verið svo margt annað en bara leið upp og niður.

Á bílageymsluhúsi sem er ekki áhugavert, er stigi sem er geymdur í búri.

IMG_4916

Án fagurfræði

Við Hverfisgötu er hús.

Það verður seint talið til þeirra fegurstu við götuna.

Ég man ekki í fljótu bragði eftir ljótari húsi við þá götu.  Eða aðrar götur ef út í það er farið.

IMG_4889

Tjörnin

Tjörnin hefur alltaf haft aðdráttarafl.

Bæði fyrir fugla og mig.

IMG_5049

Stiginn

Í fjarlægum löndum eru lyftur utaná húsum.

Á Íslandi eru stigar hengdir á húsin.

Stigar sem enginn vonar að hann þurfi að nota í það sem þeir eru ætlaðir.

IMG_4809

Turninn

Í Reykjavík hefur svo lengi sem ég man eftir mér haft turn.

Kannski ekki stærsta turninn eða þann hæsta.

En þetta er turninn okkar.

IMG_4956

Fuglafæði

Smáfuglarnir njóta góðs af nábýli við menn á veturna.

Þessi tók a.m.k. fóðurpokanum í trénum opnum örmum.

Í þessu tilfelli var það reyndar með opnum vængjum.

IMG_4723

Snjóför í snjóföl

Þegar snjóar hverfa stígarnir en fólk er fljótt að finna sér leið yfir snjóinn.

Stundum yfir stíginn og stundum yfir grasið.

Svo er það spurningin hvor leiðin sé rétt.

IMG 4665

Beinn og breiður vegur

Þessi beini og breiði vegur er í Laugardalnum.

Meðfram veginum eru há og bein tré.

Minnir á útlönd.

IMG 4656

Snjór

Í gær snjóaði.

Hvítum léttum púðursnjó yfir allt.

Á heimleiðinni í gær hjólaði ég meðal annars í gegnum Elliðaárdalinn og Laugardalinn.

Það verður bjartara yfir öllu og hverstagslegustu hlutir fá á sig nýjan blæ.

Snjórinn fer meir að segja gamla þreytta bekknum vel.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband