RFV - Hausmynd

RFV

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2011

Gleymum ekki smáfuglunum

Nú þegar veturinn hefur afhent okkur frost og snjó má ekki gleyma smáfuglunum.

Samt held ég að smáfuglarnir vilji eitthvað annað.

IMG_4436

Hlið

Ég fer oft framhjá rammgerðri girðingu.

Girðingin er há og á toppnum er gaddavír svo engin kemst yfir nema fuglinn fljúgandi.

Ég komst inn vegna þess að hliðið var opið.

IMG_4187

Bekkir

Bekkir eru fínir til að setjast niður og skoða útsýnið.

Útsýnið af þessum bekkjum er flott.

IMG_4197
Útsýnið af þessum bekkjum er fyrir aftan ljósmyndarann.


Öndin

Á síðustu öld fengu nokkrir menntaskóladrengir við Sund þá hugmynd að vera með matreiðslukennslu á skemmtikvöldi í skólanum.

Þær byrjuðu á að segja frá mikilvægi fersks hráefnis og að í kvöld ætluðu þeir að matreiða önd.

Opnuðu þeir þá kassa og uppúr kassanum hoppaði skefldur fugl sem vildi sleppa í burtu og menntaskóladrengirnir hlupu með hnífa á lofti. 

Samnemendur þeirra hvöttu þá til að hlífa fuglinum við matreiðslunni og gefa honum frelsi.

Eftir að hafa hlaupið á eftir fuglinum og náð honum létu þeir vita að enginn önd yrði matreidd þetta kvöld og lofuðu að frelsa fuglinn.

Daginn eftir fóru þeir svo með fuglinn til bóndans sem var í Laugardalnum.  Þeir höfðu stolið einum af alifuglum bóndans og voru komnir til að skila honum.

Þeir bönkuðu að dyrum og bóndinn kom.

Þeir kynntu sig og sögðu að þeir hefðu fundið þessa önd á og töldu að hún hefði villst að heiman.  Það hljómaði betur en að segja eins og var að þeir hefðu stolið henni deginum áður.

Bóndinn horfði á menntaskólastrákana og fuglinn og sagði svo "Þetta er ekki önd.  Þetta er gæs."

gaes
Gæsin á myndinni tengist sögunni ekki að öðru leiti en að hún er gæs.


Gaddavír

Á yngri árum var ég oft í Keflavík.

Bak við húsið var girðing.

Ég var Íslandsmegin við girðinguna en hinumegin við girðinguna var Ameríka.

Efst á girðingunni var gaddavír svo enginn gat klifrað yfir.

Eitt sinn langaði mig að tína krækiber og vitandi að allt væri stærra í Ameríku vissi ég að krækiberin væru stærri og betri hinumegin við girðinguna.

Þó girðingin væri með rammgerðan gaddavír að ofan var hún lík svissneskum osti að neðan.

Götótt út um allt.

 

IMG_4193

Grindverk

Sú var tíð að grindverkin voru úr steypu og listaverk útaf fyrir sig.

Þetta er frá þeim tíma á síðustu öld.

IMG_4233

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband