RFV - Hausmynd

RFV

Öndin

Á síðustu öld fengu nokkrir menntaskóladrengir við Sund þá hugmynd að vera með matreiðslukennslu á skemmtikvöldi í skólanum.

Þær byrjuðu á að segja frá mikilvægi fersks hráefnis og að í kvöld ætluðu þeir að matreiða önd.

Opnuðu þeir þá kassa og uppúr kassanum hoppaði skefldur fugl sem vildi sleppa í burtu og menntaskóladrengirnir hlupu með hnífa á lofti. 

Samnemendur þeirra hvöttu þá til að hlífa fuglinum við matreiðslunni og gefa honum frelsi.

Eftir að hafa hlaupið á eftir fuglinum og náð honum létu þeir vita að enginn önd yrði matreidd þetta kvöld og lofuðu að frelsa fuglinn.

Daginn eftir fóru þeir svo með fuglinn til bóndans sem var í Laugardalnum.  Þeir höfðu stolið einum af alifuglum bóndans og voru komnir til að skila honum.

Þeir bönkuðu að dyrum og bóndinn kom.

Þeir kynntu sig og sögðu að þeir hefðu fundið þessa önd á og töldu að hún hefði villst að heiman.  Það hljómaði betur en að segja eins og var að þeir hefðu stolið henni deginum áður.

Bóndinn horfði á menntaskólastrákana og fuglinn og sagði svo "Þetta er ekki önd.  Þetta er gæs."

gaes
Gæsin á myndinni tengist sögunni ekki að öðru leiti en að hún er gæs.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband