Bloggfærslur mánaðarins, september 2010
Þriðjudagur, 7. september 2010
Skórnir
Í gömlu bátahúsi sem þakið fauk af fyrir mörgum árum en veggirnir standa ennþá af gömlum vana eru þessir gúmmískór.
Ég get ekki annað en velt fyrir mér hvort eigandi skónna hafi gengið berfættur heim.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 6. september 2010
Hornið hans Helga
Á horni Langholtsvegar og Holtavegs er bekkur og hella.
Það eitt og sér er ekki merkilegt.
Hellan og bekkurinn eru til að mynnast Helga Hóseasarsonar, mannsins sem mætti hvenær sem hann gat með sín skilti og mótmælti ranglæti.
Hornið er ekki það sama án hans.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 4. september 2010
Rosabaugur
Þegar skyggir horfi ég oft upp í himininn.
Aðallega að í leit að norðurljósum.
Tunglið þvælist oftast fyrir mér í þeirri leit. Lýsir norðurljósin í burtu.
Nýlega fór ég út og horfði lengi á tunglið.
Fullt tungl og rosabaugur í kring.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 3. september 2010
Vörður
Um allt land hlóðu menn vörður til að eiga auðveldar með að rata milli staða.
Vörðunum var raðað upp þannig að frá einni vörðu væri alltaf hægt að sjá þá næstu.
Þokan hjá milli þessara varða hefur líklegast verið mjög þétt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 2. september 2010
Í vegkanti
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 1. september 2010
Fuglahús
Víðsvegar hefur fólk sett upp fuglahús.
Heimili fyrir fuglana að verpa í.
Stundum koma fuglar í húsin og stundum ekki.
Það var enginn kominn í þetta hús.
Af hverju, veit ég ekki.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)