Bloggfærslur mánaðarins, september 2010
Fimmtudagur, 30. september 2010
Fuglabjarg í borg
Margir fuglar eiga heima í björgum við sjóinn.
Þegar fuglabjargið er ekki á staðnum frá náttúrunnar hendi nýta fuglarnir það sem mennirnir hafa gert.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 29. september 2010
Garðskraut
Það þarf ekki alltaf að leita langt yfir skammt að rétta garðskrautinu.
Á meðan það er hægt stinga mold og blómum í skrautið, er það nóg.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 28. september 2010
Norðurljós
Í gærkvöldi voru kjöraðstæður fyrir norðurljós.
Fyrir utan að það var skýjað.
Þessi mynd var ekki tekin í gærkvöldi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 27. september 2010
Hurð
Stundum velti ég því fyrir mér hvað sé á bak við hverjar dyr.
Á bak við þessar dyr ætti að það að vera augljóst.
Eða hvað?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 25. september 2010
Miðnesheiði
Á Miðnesheiði er þorp sem áður var í útlöndum.
Nú er þorpið komið til Íslands.
Sum húsin fengu lit við flutninginn.
Bloggar | Breytt 28.9.2010 kl. 14:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 24. september 2010
Hafnargarður
Hann lætur ekki mikið yfir sér en allir sem koma siglandi í Reykjavíkurhöfn sjá hann.
Hafnargarðurinn sem hefur lengur en elstu menn muna skilið á milli sjávar og hafnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 23. september 2010
Bárujárn
Það er sama hvað hver segir um hvað sé hið íslenska einkenni í byggingalist.
Frá því bárujárnið kom til landsins fyrir um 100 árum hefur bárujárnið verið íslenskasta einkennið af þeim öllum.
Ég hef hvergi í heiminum séð eins mörg hús með bárujárnsþök og jafn marga veggi klædda bárujárni.
Það er óhætt að segja að bárujárnið hafi tekið við af torfi sem íslenska þakið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 22. september 2010
Stiginn
Brunastigar eru eitt af því sem ég vona að þurfi aldrei að nota í því sem þeir eru ætlaðir til.
Það breytir því samt ekki að vel staðsettur brunastigi getur farið hverri byggingu vel.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 21. september 2010
Gosbrunnar
Það eru ekki margir gosbrunnar í Reykjavík.
Á Tjörninni er einn sem mér þykir lítill og ræfilslegur. Inni í Perlunni er annar sem er ekki heldur mjög stór en samt er hann glæsilegri en sá á Tjörninni.
Ég veit ekki um marga staði annarstaðar í heiminum þar sem gosbrunnar eru glæsilegri innandyra en utan.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 20. september 2010
Öðruvísi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)