RFV - Hausmynd

RFV

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2010

Að vera öðruvísi.

Sumir þurfa alltaf að vera öðruvísi en aðrir.

Ef allir gera eitthvað þá verður að gera alveg öfugt.

Í dag eru myndir af góðu veðri út um allt.

Ég þarf ekki að skoða myndir af góðu veðri.  Til þess hef ég glugga.

Rok og rigningu er hinsvegar hvergi að sjá.


Undir brúnni

Á ferð um landið aka allir oft yfir brýr.

Það sjá allir ofaná brúnna.

En fáir stoppa og skoða undir.

IMG_4648

Einföld röð

Það var augljóst þegar hestarnir komu yfir hæðina að hestar kunna líka að fara í einfalda röð.

IMG_4759

Veggur

Þessi veggur á ekki heima á árbakkanum en passar samt við umhverfið.

Hvernig veggurinn komst þangað er hinsvegar ráðgata.

IMG_4681

Þjórsá

Um helgina set ég við bakka þjórsár og horfði á hana renna framhjá.

Ég veit ekki hversu mörg þúsund lítrar áttu leið framhjá mér en ég veit að vatnið var langt frá því að vera tært.

IMG_4565

Keðjur

Hver tilgangurinn með keðjunum var upphaflega veit ég ekki.

Í dag eru þær nýttar til að safna ryði.

kedjur

Gamli tíminn

Í sveitinni sjást oft merki um gamla tímann.

Í felum á bak við hlöðu og heyvagn fann ég gamlann Skoda.

Skódinn var þá þeim tíma að vélin var í skottinu og skottið í húddinu.

skoda

Tvíþekjan

Ég er löngu hættur að horfa upp í loftið í hvert sinn sem flugvél flýgur yfir.

Nýlega flaug tvíþekja yfir.

Þær sjást ekki daglega.

tvithekja

Heimsendaspá?

Í Kópavogi sá ég skilti.

Ég veit ekki hverju var verið að mótmæla þegar þau voru sett upp eða af hverju.

En skilaboðin eru skýr.

thingmannaleid

Varða

Allir sem fara til Keflavíkur hinnar vestustu verða að hlaða vörðu fyrst þegar þeir eiga leið um til að geta ratað til baka.

Í vörðunni verða að vera a.m.k. þrír steinar.

Í dag eru vörðurnar óteljandi.

Ég hlóð mína vörðu fyrir mörgum árum og veit ekki hvar hún er.

IMG 2609
Þessi varða uppfyllir stærðarmörkin.  Þrír steinar


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband