Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2010
Föstudagur, 30. júlí 2010
Ísbjörn í Húdsýragarðinn
Nýlega kom maður sem sagði að hann vildi fá ísbjörn í Húsdýragarðinn.
Ég sé enga þörf á því.
Hver þarf ísbjörn sem hefur sel.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 29. júlí 2010
Biðukollan
Ég hef ekkert á móti biðukollum þar sem þær standa með sinn gráa topp upp úr grasinu.
Biðukollan væri frábært blóm ef hún væri ekki að dreifa fíflum allt í kringum sig.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 28. júlí 2010
Bak við rimla
Á sumrin virkar Skarfabakki eins og segull á stór skemmtiferðaskip.
Þau leggjast að bryggju og bíða á meðan farþegarnir ferðast um borgina og nágreni.
Ég hef oft velt fyrir mér að fá far með einu skipinu.
Rimlaverkið í á bakkanum virkar samt ekki á mig eins og ég sé boðinn velkominn um borð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 27. júlí 2010
Milli tveggja húsa
Milli tveggja húsa á Hverfisgötu var reistur veggur.
Ólíkur húsunum til hægri og vinstri.
Við fljóta sýn er ekki hægt að sjá hvort veggurinn sé hluti steypta hússins eða þess bárujárnsklædda.
Ég kýs að halda því fram að veggurinn fylgi hvorugu húsinu.
Ég ætla að halda því fram að þetta sé framhlið á kastala sem er á bak við húsin.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 26. júlí 2010
Foss
Einn af mínum eftirlætisfossum er í Reykjavík.
Í Elliðaánum rétt fyrir neðan stífluna er þessi foss.
Ekki hægt að sjá hann úr bíl en allir sem ganga upp dalinn Breiðholtsmegin komast ekki sjá hann.
Fyllilega göngunnar virði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 23. júlí 2010
Á hvolfi
Almenna reglan er sú að höfuð snúi upp og fætur niður.
Það er líka viðtekin venja að halda sig á jörðinni.
Svo er þyngdarlögmálið eitthvað sem fólk ætti að fara eftir.
Þótt þetta hljómi rökrétt eru alltaf einhverjir sem þurfa að vera öðruvísi og snúa öllu á hvolf.
Sjálfum sér a.m.k.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 22. júlí 2010
Lundi
Bloggar | Breytt 23.7.2010 kl. 11:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 21. júlí 2010
Köttur á grindverki
Þegar sólin var hætt að skína ofaní garðinn hoppaði kötturinn upp á grindverkið til að ná nokkrum sólardropum í viðbót.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 20. júlí 2010
Landnámshæna
Oft heyri ég talað um landnámshænur.
Af hverju þær eru kallaðar landnámshænur veit ég ekki.
Ég veit a.m.k. ekki um neitt land var numið af hænu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 19. júlí 2010
Sauðaslóði
Kindur eru einstaklega vanafastar.
Kindurnar fara sínar leiðir óháð vegum vegagerðarinnar.
Hér er ein kindagatan sem kindur undanfarinna alda hafa búið til.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)