Bloggfærslur mánaðarins, maí 2010
Mánudagur, 17. maí 2010
Sjóstöng
Um helgina skrapp ég á sjóinn.
Með veiðistöng, króka og sökkur.
Næstum alltaf þegar sakka og krókur fór niður, kom upp fiskur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 14. maí 2010
Sjóstöng
Í dag fór ég á sjóstöng.
Þrátt fyrir erfiði, velting og sjóveiki var þessum degi vel varið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 13. maí 2010
Vegavinna
Ég fagna alltaf þegar ég þarf að stoppa vegna vegavinnu.
Það er merki um að vegurinn sé að komast í lag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 12. maí 2010
Fossinn
Um alla borg eru listaverk falin þar sem allir sjá.
Við Sæbrautina er eitt slíkt.
Mynd af fossi í glugga.
Það fara þúsundir framhjá á hverjum degi.
En örfáir sjá.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 11. maí 2010
Á sjó
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 10. maí 2010
Köttur
Kötturinn læddist framhjá steininum og gaf sér smá stund í að skoða myndavélina og læddist svo burt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 8. maí 2010
Gæsir í þurrum polli.
Eitt sinn sá ég þessar gæsir á sundi.
Þær áttu hreiður í grendinni og undu sér vel í skugga Hrafnsins sem hafði búið til þessa tjörn á Laugarnestanganum.
Í dag er engin tjörn fyrir þessar gæsir.
Tjörnin var sett í dælubíl og flutt annað.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 7. maí 2010
Selló
Við Hagatorg situr sellóleikari á steini.
Sellóið er strengjalaust og engan hefur hann bogann.
Samt situr hann og bíður áheyrenda.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 6. maí 2010
Glugginn
Í miðjum grámanum þá umreytast gluggarnir á Listaháskólanum í gull.
Stundum er það hvorki það sem sést inn um gluggann eða út um hann.
Það er glugginn sjálfur sem er þess virði að horfa á.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 5. maí 2010
Uppúr
Til að koma boðskapnum til skila þá er er gott að standa uppúr hópnum.
1. maí voru það drullusokkar sem stóðu uppúr öllu skiltahafinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)