Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2010
Miðvikudagur, 7. apríl 2010
Húsið
Á svæðinu í kringum Borgartúnið hafa verið byggð og endurbyggð mörg hús.
Flest þeirra húsa eiga það sameiginlegt að vera stór, hafa ofvaxin bílastæði í kringum sig og hafa ekki útlitið með sér.
Eitt hús hefur sloppið.
Í jarðrinum á svæðinu er gamla Ó Johnson & Kaaber húsið.
Hús sem fjölmargir aka framhjá, sumir jafnvel daglega en sjá ekki.
Þegar ég fer framhjá sé ég eitt fallegasta hús borgarinnar.
Ef vel er hlustað þá heyrist að húsið öskrar eftir því að fá hlutverk.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 6. apríl 2010
Varlega
Sum skilti eru augljós. Sum eru meir að segja svo augljós að það er erfitt að átta sig á því af hverju þau voru sett upp.
Við þennan útgang sá einhver ástæðu að benda fólki á að fara varlega.
Ég fór ósjálfrátt að velta fyrir mér hvort einhver annar útgangur væri úr þessu porti fyrir þá sem vilja ekki vara varlega.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 5. apríl 2010
Fotspor
Nú er búið að friða fyrstu fótsporin á tunglinu.
Allir sem þangað fara í framtíðinni verða að passa sig á að stíga ekki á þau eða skemma á nokkurn hátt.
Á jörðinni fann ég þessi fótspor.
Eftir kött, varðveitt í steypu.
Mér þykir þau merkilegri en sporin á Tunglinu.
Þessi fótspor get ég séð án þess að fara langt.
En ég efast stórlega um að ég eigi erindi á tunglið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 3. apríl 2010
Gos
Nýlega fór ég í ökuferð í Fljótshlíðina.
Á venjulegu fimmtudagskvöldi er það fínn staður til að vera einn með sjálfum sér.
Núna var vegurinn fullur af bílum á leið í báðar áttir.
Allir voru þar af sömu ástæðu og ég.
Skoða gos.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 2. apríl 2010
Fögur er hlíðin
Eftir að hafa skoðað gosið stoppaði ég eitt augnablik við Hlíðarendakot.
Þar sem fyrr var oft kátt og krakkar léku saman.
Þegar ég horfði á hlíðina, stjörnurnar og norðurljósin skildi ég vel af hverju Gunnar ákvað að vera kyrr.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 1. apríl 2010
Selur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)