Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2010
Mánudagur, 19. apríl 2010
Endur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 17. apríl 2010
Varðan
Vörðurnar vörðuðu leiðina fyrir ferðalanga fyrri daga.
Í dag hafa vegstikur og ljósastaurar tekið við.
Þó vörðurnar lýsi ekki í myrkri þá eru þær flottari.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 16. apríl 2010
Í björtu
Ég hef gaman af flugeldum.
Á meðan aðrir eru að skjóta upp skýt ég á flugeldana með myndavélinni.
Flestir skjóta upp flugeldum í myrkri.
Eina sýningu hef ég séð á björtum degi.
Sýningin mynnti mig á gamla sjónvarpið.
Hljóðið var í lagi en það vantaði eitthvað uppá myndina.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 15. apríl 2010
Kofinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 14. apríl 2010
Heiti lækurinn
Ég átti leið um Nauthólsvíkina nýlega.
Þar sá ég skurð. Veggirnir hlaðnir og með reglulegu millibili var stífla.
Skurðurinn var kunnuglegur.
Ég og fleiri muna örugglega eftir honum fullum af vatni, heitu vatni.
Heitilækurinn í Nauthólsvík var lengi vel heitipottur þeirra sem ekki höfðu heitan pott heima hjá sér. Gestir Heitalækjarins voru af öllum gerðum og öllum aldri. Lækurinn var eins og heitu pottar sundlauganna nema hann var allt öðruvísi.
Einn dag var skrúfað fyrir vatnið og Heitilækurinn breyttist í Kaldaskurðinn.
Hvernig væri að skrúfa frá og gefa okkur lækinn aftur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 13. apríl 2010
Litla flugan
Ég var á ferðalagi og sá þessa flugu.
Ég ákvað að bjóða henni ekki með mér heim en hún stillti sér upp fyrir myndatöku.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 12. apríl 2010
Fossinn
Sumar náttúruperlur eru vel faldar í alfara leið.
Þessi foss er í felum við gatnamót þar sem þúsundir aka framhjá á hverjum degi.
En ég held að það séu bara tugir sem sjá fossinn á hverjum degi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 10. apríl 2010
Gamalt og nýtt
Borgartúnið er gata andstæðnana.
Gömul hús og ný.
Samt er einhvervegin þannig að húsin líta betur út eftir því sem þau eru eldri.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 9. apríl 2010
Bílastæði
Borgartúnið er fullt af bílastæðum.
Stundum velti ég því fyrir mér hvort skipti meira máli bílastæðin eða húsin.
Bílastæðin taka a.m.k. meira pláss.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 8. apríl 2010
Steypa
Á turni sem er gerður að mestu úr gleri er einn veggur steyptur.
Mér þykir sá hluti turnsins vera sá flottasti.
Svo er það spurning hvort það segi meira um steypta veggin eða restina af turninum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)