RFV - Hausmynd

RFV

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2010

Lundinn

Eftir að hafa haldið sig til sjós er lundinn farinn að koma sér aftur fyrir í holum með sjávarútsýni.

IMG 3080

Tankurinn

Við Grundarfjarðarhöfn sá ég þennan olíutank.

Farin að sýna þreytumerki eftir sjávarloftið.

Ef 1% af innihaldinu yrði selt og andvirðið nýtt til að til að fríkka upp á útlitið væri örugglega hægt að mála hann.

Eða gullhúða.

tankur

Sjófugl

Á bryggjunni sá ég þennan sjófugl.

Hann virtist vera hugsi.

Í þungum þönkum.

Svo stökk hann í sjóinn.

fugl

Krummi

Á staur sá ég krumma. 

Kannski svaf hann í klettagjá um nóttina.

Nú var hann kominn út að krunka.

Svo flaug hrafninn.

krummi

Bookless Bungalow

Árið 1918 byggðu skoskir bræður og útgerðarmenn hús með útsýni yfir Hafnarfjarðarhöfn.  Bræðurnir hétu Harry og Douglas Bookless. 

Húsið var kennt við þá og var kallað Bookless Bungalow eða Bungalowið. 

Bókarlausu bræðurnir fóru en húsið varð eftir. 

Svo kom sá tími að ekki nokkur sá ástæðu til að halda húsinu við. 

Húsið var komið í það ástand að aðeins var um tvo möguleika að ræða.  Rífa húsið eða gera það upp.

hafnarfjordur

Sem betur fer sá fólk að þetta hafði verið glæsilegt hús og það var ekki of seint að bjarga því.  Húsið var gert upp og er í dag hluti af byggðasafni Hafnarfjarðar.

hafnarfjordur2

Það er ennþá hellingur af húsum sem bíða eftir björgun.  Það þarf ekki alltaf að byggja nýtt.


Á sjó

Ég fór á sjóinn um helgina með veiðistöng.

Það kom vart fyrir að ég setti færið út án þess að upp kæmu stórir þorskar eða ufsar.

DSCF0009

Sjóstöng

Í dag fór ég á fyrsta mót sumarsins.

Það er fátt betra en að fara með veiðistöng á litlum bát út á sjó og lenda í mokfiski.


Kastalinn

Það eru ekki margir kastalar á Íslandi.

Þeir eru í raun mjög fáir.

Ég veit um einn kastala.  Reyndar úr timbri en kastali engu að síður.

Það er kastali meistarans.

kastali

Ryð

Ég veit ekki úr hverju sandurinn þarna er.

Hugsanlega er hluti úr járni.

Sérstaklega hlutinn sem ryðgar.

sandur

Fókus

Sumar myndir eru í fókus og aðrar ekki.

Þessi mynd er í fókus. 

Það er traktorinn sem er ekki í fókus.

traktor

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband