Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010
Mánudagur, 8. mars 2010
Einn, tveir og margir
Fyrir löngu var mér sagt að Inuitar hefðu nokkra tugi orða yfir snjó en talnakerfið þeirra væri einn, tveir og margir.
Þeir þurftu öll þessi orð yfir snjóinn en þeir þurfti ekki að telja svo hátt svo þetta passaði vel fyrir þá.
Ég nota svipaðar talningaraðferðir yfir fossana í Elliðaánum.
Þeir eru margir.
Engin ástæða til að telja þá nákvæmar en fyllilega þess virði að stoppa við þá alla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 6. mars 2010
Las Vegas
Af efstu hæð í hæðsta húsi Las Vegas lítur borgin nákvæmlega eins út og aðrar borgir sem ég hef komið til.
Á jarðhæð líkist hún engu öðru.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 5. mars 2010
Fraktarinn
Þegar gámarnir eru komnir á fraktarana hætta þeir að líta út fyrir að vera stórir.
Þeir breytast í mislita LEGO kubba sem er búið að raða á skiptið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 4. mars 2010
Vitinn
Um allt land eru vitar til að lýsa sæfarendum leið.
Ég bjó lengi vel rétt við rétt hjá Gróttuvita.
Það er ekki bara að vitinn lýsi út á sjó.
Heldur er líka vitinn vel upplýstur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 3. mars 2010
Steinarnir
Í Almannagjá sá ég þessa steina með stuðning frá hvor öðrum.
Hvernig steinarnir komu þarna veit ég ekki en það veit ég að ef þeir ætla að vera þarna geta þeir ekki án hvor annars verið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 2. mars 2010
Á hjóli í snjó
Sumir halda að snjór og reiðhjól passi ekki saman. Ef það snjói þá sé ekki hægt að hjóla.
Það er ekki rétt. Oft hjóla ég í vinnuna þótt það sé snjór á jörðinni.
Fyrir nokkrum árum var ég á skíðasvæði þar sem margir nýttu sér reiðhjól. Nokkrir höfðu meir að segja fest skíðafestingar á hjólin sín.
Einn gekk þó skrefinu lengra og útbjó hjólið sitt til að hjóla á hvaða snjó sem er.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 1. mars 2010
Glíma
Hjá Geysi í Haukadal er búið að reisa mynnisvarða um íslensku glímuna.
Styttu sem sýnir tvo menn glíma.
Þegar ég fór þangað með hóp af erlendum ferðamönnum vakti styttan óskipta athygli.
Þau gátu bara ekki áttað sig á því hvað mennirnir voru að gera.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)