RFV - Hausmynd

RFV

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2010

Faxi

Rétthjá Gullfossi er annar foss sem er ekki eins frægur.

Rétt við þjóðveginn sem gerir öllum létt fyrir að aka hratt framhjá.

Mér finnst samt jafnnauðsynlegt að stoppa hjá Faxa eins og að stoppa hjá Gullfossi.

IMG_0830

Gullfoss

Seinast þegar ég sá Gullfoss var hann í vetrarklæðum.

Þau fara honum vel.

IMG_0777

Ekki ganga

Á Þingvöllum sá ég þetta skilti.

Þegar ég horfði á skiltið fór ég að velta fyrir mér hvort það væri bannað að ganga á grasinu eða hvort það mætti ekki vera í skóm á grasinu.

Ég hélt mig af grasinu og fór ekki úr skónum.

IMG_1020

Laxastiginn

Við fossinn Faxa er laxastigi.

Stigi gerður svo laxarnir komist ofar í ánna.

Það eru svona stigar um land allt og virka vel.

En mér var sagt að einhverra hluta vegna vildi laxinn ekki fara upp þennan stiga.

Ég held að það sé vegna þess að laxarnir eiga ekki erindi ofar í ánna.

IMG_0846

Strokkur

Um helgina fór ég með hóp af Þjóðverjum og einn Svía að skoða Gullfoss og Geysi.

Mörg í hópnum voru mjög spennt því þau höfðu aldrei áður séð goshver gjósa.

Áður en við komum á staðinn þá sagði ég hópnum að Strokkur gysi alltaf á hverjum einasta morgni á slaginu tíu.

Þá fór kliður um rútuna þangað til einn ferðamaðurinn kallaði eymdarlega aftan úr rútunni.

"Klukkan er korter yfir tíu."

Þeim létti stórlega þegar þau fengu að vita að Strokkur gysi á um tíu mínútna fresti.

IMG_0821

 


Þingvellir

Kjarval fór oft á Þingvelli til að mála.

Það er útskýrir að hluta af hverju mér finnst oft eins og ég sé inni í Kjarvalsmálverki þegar ég kem á Þingvelli.

IMG_1055

Máfur á stöng

á bökkum tjarnarinnar eru nokkrar fánastangir.

Augljóslega hafa þær verið settar upp svo það sé hægt að flagga við hátíðleg tilefni.

Máfarnir fundu önnur not fyrir stangirnar.

Fínir útsýnisturnar.

mafar

Slippurinn

Gamli Slippurinn hefur alltaf haft aðdráttarafl.

Þar eru oft ný glæsileg skip við hliðina á gömlu ryðdöllum.

Þegar þessi mynd var tekin ryðgaður togari við hliðina á ryðguðum körfubíl.

Annar er kominn á sjó, hinn ekki.

slippur

Lambið

Í fyrra haust sá ég þessi lömb grænu túni.

Það var engin girðing í kring.

Þurfti ekki.

Þetta var grænasta túnið í sveitinni.

lamb

Norðurljós

Í gær logaði himininn af norðurljósum.

Mögulega einn stærsti norðurljósadagur ársins.

Ég missti af ljósadýrðinni þetta skiptið.

Í fyrra missti ég ekki af stóra deginum.

Þá var næstum lesbjart undir norðurljósunum og ef vel var hlustað var hægt að ímynda sér að það væri hægt að heyra í þeim líka.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband