Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010
Fimmtudagur, 7. janúar 2010
Þrettándinn
Í gær var Þrettándinn.
Lokatækifærið til að tæma fjölskyldupakkann sem var fenginn til að sprengja gamla árið á brott.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 6. janúar 2010
Ísfjöll
Í fjörunni lagðist þunni hafísinn yfir sand og steina eftir að hafið fór úr fjörunni.
Eftir var landslag sem gat verið í hvaða stærð sem er.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 5. janúar 2010
Sólin sest
Á heiðskýrum vetrardögum horfi ég á bláan himinn verða rauðan.
Það fer himninum vel að breyta litum reglulega.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 4. janúar 2010
Þoka
Einhvern tíman var sagt að það byggi margt í þokunni.
Það bjó ekki margt í þessari þoku.
Til þess var hún of lítil.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 2. janúar 2010
Stóra flugeldasýningin
Ég hef séð margar flugeldasýningar.
En það er ekkert sem nálgast stóru íslensku flugeldasýninguna á gamlárskvöld.
Það er sama í hvaða átt þú horfir það eru flugeldar alstaðar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 1. janúar 2010
Áramót
Árið 2010 kom stundvíslega á miðnætti.
Eins og venjulega buðum við árið velkomið með sprengingum og ljósadýrð.
Ég kom mér fyrir með myndavélina og smellti af nokkrum myndum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)