RFV - Hausmynd

RFV

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010

Veisla

Það þarf ekki alltaf flókna rétti til að búa til veislu.

Gæsirnar við Glæsibæ fundu niðursneiddan brauðhleif sem þær skiptu bróðurlega á milli sín.

IMG_9819

Gamla druslan

Við veginn út úr borginni sá ég þessa gömlu druslu.

Fædd fyrir um 40 árum og tíminn hefur ekki farið vel með hana.

Í höndum laghentra getur druslan náð fyrri dýrð og orðið að glæsivagni á ný.

IMG_9790

Horft til himins

Á kvöldin horfi ég oft upp í loftið og leita að norðurljósum.

Ég hef ekki fundið þau nýlega.

Það er ekki laust við að ég sakni þeirra.

norðurljós

Fjarlægð stjarnanna

Nýlega horfði ég upp í himininn og skoðaði stjörnurnar.

Svo rifjaði ég upp að flestar stjörnurnar eru ljósár í burtu.

Þá gerði ég mér grein fyrir því að ég var að horfa á stjörnurnar þar sem þær voru fyrir mörgum árum. 

Skyldu þær vera á sama stað í dag?

stjörnur

Ríkmannlegt veggfóður

Í Pétursborg í Rússlandi sá ég þetta veggfóður.

Það var öllu því flottasta og dýrasta tjaldað til.

Seðlarnir í veggfóðrinu voru ekki ekta.

Ég athugaði það vel.

19858_247775646377_740056377_3741172_5033937_n

Skuggar í skogi

Nýlega sá ég á sólina setjast á bakvið trén í íslenskum skógi.

Á Íslandi kallast þetta þéttur og hár skógur.

IMG_9707

Kirkjan á hæðinni

Þegar byggt er efst á hæð þá er öruggt að húsið sést langa leið.

Kópavogskirkja er eitt af þeim húsum sem er efst á hæð.

Það er vart hægt að sjá hæðina fyrir sér án kirkjunnar eða kirkjuna á öðrum stað en hæðinni.

IMG_9754

Lausn á umferðarteppum sem borgar með sér

Á hverjum degi fyllast göturnar af bílum.  Fólk sem er á leið til eða frá vinnu. 

Í flestum bílanna er ökumaður en enginn farþegi.

Á fyrirfullum götunum fer umferðin mun hægar, ferðin tekur lengri tíma og kostar meira vegna aukinnar eldsneytiseyðslu.

Algengasta lausnin sem er nefnd er sú að stækka vegina til að auka flutningsgetu þeirra og fjölga mislægum gatnamótum.  Einnig hefur verið nefndur kosturinn að allir fái sér minni bíla svo bílarnir taki minna pláss á götunni svo fleiri komist fyrir.

Þetta eru ekki með öllu alslæmar tillögur en þetta er langt frá því að vera besta lausnin.

Í staðin fyrir að auka flutningsgetu vegakerfisins er einfaldara að minnka umferðina á vegakerfinu.

Ólíkt öðrum aðferðum til að láta umferðina ganga hraðar þá fylgir enginn kostnaður, bara sparnaður.

Það eru til aðrir ferðamátar en að sitja einn í bíl.

Ef fólk tekur sig saman með ferðir til og frá vinnu þá er hægt að minnka umferðina á annatíma stórlega.  Fólk sem býr í sama hverfi og vinnur á svipuðum slóðum ætti að taka sig saman og skiptast á að aka hvort öðru til og frá vinnu.

Samnýting bíla minnka umferðina á annatíma stórlega.  Í dag er að meðaltali rúmlega einn í hverjum bíl.  Ef það tekst að fjölga í hverjum bíl svo það verði að meðaltali tveir í hverjum bíl þá er búið að fækka einkabílum í umferðinni um tæp 50%.  Það er breyting sem allir myndu taka eftir og umferðin mun ganga töluvert greiðar.

Sparnaðurinn mun skila sér strax.  Með tvo í bíl þá er eldsneytiskostnaður á haus helmingur af því sem hann væri miðað við einn í bíl.  Þá er ekki talið með minna viðhald vegna minni notkunar og minna dekkjaslit.  Við sem  samfélag munum líka spara í minna viðhaldi á samgöngumannvirkjum.  Svo má ekki gleyma öllum gjaldeyrinum sem við spörum með með minni innflutningi á eldsneyti.

Ekki má heldur gleyma að það eru til fleiri ferðamátar til og frá vinnu en einkabíllinn.  Það er líka hægt að ganga, hjóla eða taka Strætó. 

Þið getið hugsað til þess að fyrir hvern farþega í bíl, hvern þann sem situr í Strætó, gengur eða hjólar í vinnu er einum bíl færra á götunni.

IMG_9739
Þessi mynd er ekki tekin á háannatíma.


Á annarri

Öndin stóð á annarri löppinni og horfði á volgu tjörnina.

Augnabliki síðar kom hin löppin niður og öndin stakk sér til sunds.

IMG_9653

Hafnís

Yfirborðið smábátahafnarinnar í Kópavogi hafði breyst í ís.

Þetta var ekki nóg til að kallast hafís.

Hafnís er líklega betra orð.

IMG_9690

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband