Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010
Laugardagur, 30. janúar 2010
Egg
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 29. janúar 2010
Fossinn
Þegar ég hjóla heim úr vinnu fer ég nær alltaf í gegnum Elliðaárdalinn.
Það er smá krókur en fyllilega þess virði.
Geta komist langt upp í sveit án þess að fara frá borginni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 28. janúar 2010
Himinn
Þetta kvöld eins og oft áður skipti himininn um lit úr bláum í rauðan og gulan..
Á sama tíma skiptu umferðarljósin litum og urðu gul og rauð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 27. janúar 2010
Of seint eða á réttum tíma?
Eitt sumarið sá ég flugu standa á blómi.
Ég reyndi að vera fljótur, greip myndavélina smellti af.
Á sama tíma ákvað flugan að fara.
Svo er það spurningin.
Tók ég myndina augnabliki of seint eða akkúrat á réttum tíma?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 26. janúar 2010
Mastrið
Háspennumastur munu seint teljast eitthvað fyrir augað.
Með réttir lýsingu er samt hægt að bæta þau stórlega.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 25. janúar 2010
Bryggjan
Fyrir mörgum árum var líf á þessari bryggju.
Bryggjan náði að landi, skip og bátar komu með fisk og vörur.
í dag er bryggjan komin út á haf og hefur engan tilgang.
Annan en að vera þar sem hún er.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 23. janúar 2010
Önd án reiðhjóls
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 22. janúar 2010
Snjór
Snjórinn kom í stutta heimsókn, lýsti upp skammdegið en fór fljótt aftur.
Ég man eftir þeim tíma að snjórinn kom fyrir jól og fór ekki aftur fyrr en eftir páska.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 21. janúar 2010
Eldingar
Þrumuveður er ekki algengt á íslandi.
Yfirleitt líða nokkur ár á milli þess að ég verð var við þrumuveður.
Ég var ekki á réttum stað til að sjá eldingarnar almennilega í gær en ég sá blossa og heyrði þrumur.
Fyrir rúmu ári lenti ég í útlensku þrumuveðri.
Þá fékk ég stúkusæti.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 20. janúar 2010
Litli geitungurinn
Á hverju sumri koma farfuglarnir frá útlöndum og geitungarnir úr búunum.
Fólk hefur misgaman að geitungum og sumir virðast ekki hafa neitt gaman að þeim.
Eitt sumarið kom ungur vinnufélagi minn inn með geitung sem hann hafði veitt fyrir utan húsið og fór stoltur með veiðina inn á skrifstofu til annars vinnufélaga.
Eftir að hafa skoðað geitunginn benti maðurinn stráknum á að fara með geitunginn yfir á skrifstofuna við hliðina. Sá sem þar situr hafði líka mjög gaman að geitungum.
Það var ekki fyrr en öskrin heyrðust út úr skrifstofunni að hann mundi að vinnufélagin hafði ekkert gaman að geitungum. Hann var eiginlega dauðhræddur við þá.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)