RFV - Hausmynd

RFV

Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

Fuglaskoðun / Mannaskoðun

Það hafa komið þær stundir sem það er skemmtilegra að fylgjast með mönnum að skoða fugla en fuglunum sjálfum.


Uppá hól

Reykjanesviti stendur hátt uppi á hól.

Ég er sannfærður um að það er mjög gott útsýni úr honum á góðum degi.


Of seinn

Ég var búin að taka ákvörðun um að taka mynd af lunda á fyrirfram ákveðnum tíma.

Lundinn vissi það en samt mætti hann á síðustu stundu.


Akkeri

Ég sá þetta akkeri liggja á smábátabryggjunni í Sandgerði.

Ég held að það sé verið að kanna hversu langan tíma það taki akkerið að hverfa úr ryði.


Kaffivagninn

Einn af bílunum sem fylgir slökkviliðinu í stærri útköll er gamall strætisvagn.  Kominn í slökkviliðslitina og með bláblikkljós á toppnum.

Hann er líklegast hæggengasti farkosturinn þeirra en eftir langa baráttu er nauðsynlegt að hafa einhvern stað til að setjast niður og fá kaffibollann.


Óþarft skilti

Í Krísuvík er skilti sem lætur vita af því að stígarnir séu sleipir.

Ef það ætti að setja upp skilti alstaðar þar sem möguleiki væri á hálum stígum á Íslandi væri svona skilti alstaðar.

Væri ekki betra að finna þann stíg sem er öruggt að verður aldrei sleipur og setja skilti hjá honum sem stendur að stígurinn sé ekki háll í sleipu.

Svo passar þetta skilti engan veginn á þennan stað.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband