Bloggfærslur mánaðarins, september 2009
Föstudagur, 18. september 2009
Að fara eftir skiltum
Mér var ungum kennt að fara eftir því sem skiltin segja.
Í þessu tilfelli held ég að það sé alveg augljóst að það var ekkert að marka þetta skilti.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 17. september 2009
Tvíhöfða skarfur
Ég sá eitt sinn tvíhöfða skarf.
Annað höfuðið horfði í austur en hitt í vestur.
Næsti nágranni var tvíhöfða þurs.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 16. september 2009
Skilið eftir á við og dreif
Oft leggja men hluti frá sér og gleyma því svo hvar hann var settur.
Þetta er vel þekkt með lykla, gleraugu og farsíma.
En hvernig nokkrum manni tókst að fara með jarðýtu í vestfirskan fjörð og gleyma henni þar er langt fyrir ofan minn skilning.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 15. september 2009
Alvöru veitingar
Á lokahófum Evrópu og heimsþinga JCI hefur maturinn verið mjög misjafn.
Stundum höfum við fengið mat sem hefur verið teiknaður á diskana svo flestir hafa orðið svengri af því að borða en svelta. Líka hefur það gerst að við höfum fengið mat sem bragðaðist ekkert allt of vel.
Oftast er hann þó góður og velútilátinn.
Í Maastricht 2007 var maturinn þó bestur af öllu. Ég gat valið um nokkrar tegundir frá ýmsum heimshornum. Ég ákvað að fara beint í pylsuvagninn og fá pylsur og franskar.
Þar varð ég saddur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 14. september 2009
Skiptir stærðin máli.
Bloggar | Breytt 15.9.2009 kl. 09:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 12. september 2009
Upphaf Hítarár
Fyrir áhugamenn um stíflur er alveg fyllilega þess virði að skoða stífluna á milli Hítarár og Hítarvatns.
Hún er lítil en það er eitthvað við hana.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 11. september 2009
Mynd af vind
Oft hefur mig langað til að ná mynd af vindinum.
Geta náð á filmu (stafrænan mynniskubb) hreyfingu lofts svo ekki fari á milli mála að það er hífandi rok.
Ein aðferð til þess er að ná mynd af vindmilluspöðum snúast í hringi svo hratt að myndin verður hreyfð.
Þegar ég fann vindmilluna var logn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 10. september 2009
Tunglferðir
Ég skil ágætlega af hverju tunglferðir lögðust af á síðustu öld.
Til hvers að fara til tunglsins þegar svona staður er á Jörðinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 9. september 2009
Góður sumarbústaður
Útum allt land eru vitar.
Allir á þessum fínu sjávarljóðum.
Stundum velti ég því fyrir mér hvort það væri ekki góð hugmynd að nýta vitana sem sumarbústaði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 8. september 2009
Gamli trébáturinn
Hann er ekki sá glæsilegasti í dag.
Virðist vera settur saman úr ryði og fúa.
Hann getur samt orðið flottur í réttum höndum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)