RFV - Hausmynd

RFV

Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

Garðskraut

Ég hef oft sagt frá hrifningu minni á gömlum landbúnaðartækjum sem garðskraut.

Ég sá þetta safn á Laufási og mér leið eins og ég væri kominn í blómabúð.

IMG_7933

Norðurljós

Í gær var fyrsti almennilega norðurljósakvöldið í langan tíma.

Ég fór út í fjöru með myndavél og þrífót.

Norðurljósin hefðu notið sín mun betur ef þau hefðu ekki þurft að keppa við borgarljósin.

Ég er öruggur á því að það er hægt að lýsa upp göturnar án þess að senda alla þessa birtu til himna og fela stjörnur og norðurljós um leið.

IMG_8059

Litli grísinn

Fyrir nokkrum árum fór ég í heimsókn á svínabú.

Þegar eitt barnið í hópnum sá litlu grísina tók það einn grísinn í fangið og vildi fá hann með heim.

Hann var svo lítill og sætur.  Ekki mikið stærri en köttur en miklu sætari.

Eftir að hafa fengið að vita að litli sæti grísinn myndi stækka og hætta að vera sætur var grísnum skilað.

IMG 6152
Stuttu síðar breyttist litli grísinn í eitthvað sem líktist þessu.

Vökvun

Ég fór eitt sinn framhjá fótboltavelli þegar það var verið að vökva hann.

Augnabliki síðar byrjaði að rigna.

IMG_7682_1

Hvar eru norðurljósin

Á hverju kvöldi fer ég út og horfi til himins og leita að norðurljósum.

En engin sjást ljósin.

Ég veit að þau eru þarna uppi.

Það eru bara ský á milli.


Dýr að leik

Í Cabella´s verslunum er eitt stærsta safn að uppstoppuðum dýrum sem ég veit um.

Þeir hafa lagt áherslu á að hafa dýrin sem líflegust og í því sem kemst næst þeirra upphaflega umhverfi.

Hér er hægt að sjá stóran kött í eltingaleik við héra.


Í sneiðum

Eftir að hafa sneitt styttuna niður til að það sé auðveldara að flytja hana hefði mátt setja örlítið meiri vinnu í að setja hana saman aftur.


Sumarbústaður

Ég hef aldrei skilið af hverju þarf alltaf að byggja nýtt.

Um allt land eru gaömul hús í niðurnýðslu sem bíða eftir því að einhver laghentur taki það að sér.

Húsið hér að neðan er gott dæmi um það.

Það eru veggir.  Skorsteinninn uppi.  Það vantar bara þak og inniveggi.


Hrífa

Sveitir landsins eru fullar af gömlum landbúnaðartækjum sem bíða eftir að verða að garðskrauti í kaupstöðum landsins.


Saumavélin

Ég er sannfærður um að með smá vinnu og slatta af smurolíu er ekkert mál að gera þessa saumavél eins og nýja.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband