RFV - Hausmynd

RFV

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

Gamli og nýji tíminn

Stundum horfi ég á gamla og nýja tímann mætast og tek eftir því að hann passar svo vel saman vegna þess hversu illa hann passar saman.


Á toppinn

Margir eiga sér þann draum að standa á toppi hinna ýmsu fjalla.

Sumir vilja komast á topp Esjunnar en aðrir á topp Hvannadalshnjúks.

Ég hef mun meiri áhuga á að komast á topp Lóran mastursins.


Framandi slóðir

Ég hef lengi haldið því fram að ég rati um alla Reykjavík og að það sé ekki til sú gata vestan við Elliðaár sem ég hef ekki komið í.

Nýlega kom ég í götu í 101 Reykjavík sem ég vissi ekki að væri til.

Í götunni sá ég hús sem ég hef aldrei séð áður.

IMG_3403

Rauða hurðin

Það er ekki laust við að ég velti fyrir mér hvort þetta hafi verið táknræn aðgerð að hafa rautt bárujárn í hurðastað á Alþingishúsinu.


Fyrrum hús

Rétt við Sandgerði stendur þetta fyrrverandi hús.

Einhver hefur tekið sig til og málað veggina gefið þeim nýtt líf þó ekkert þak sé yfir.


Venjulega brúin

Brúin yfir Hítará er ein sú venjulegasta á landinu.

Ef það væri ekki fyrir restina af gömlu brúnni við hliðina á nýju brúnni er ég viss um að ég myndi aldrei taka eftir því að ég færi yfir Hítará.


Svanir

Svanirnir synda alltaf tignarlega um tjörnina.

Það er einhver virðuleiki yfir þeim.

Sama hvort þeir eru að koma eða fara.


Botn

Á síðustu öld þegar Hvalfjörður var malarvegur en ekki göng var Botnskáli fyrsta stoppið af mörgum á leiðinni út úr borginni.

Í dag stendur skálinn af gömlum vana, safnar ellimerkjum og reynir að hverfa í umhverfið.


Stórljót eða lækur

Við rétt sjónarhorn þá skiptir engu máli hvort það sé lækur eða stórfljót.

Glöggir geta að sjálfsögðu áttað sig á því hvaða lækur/á/stórfljót þetta er.


Í neyð

Þegar allt annað þrýtur er neyðarbjörgin geymd á bak við gler og lítill hamar við hliðina á svo hægt sé að brjóta glerið.

Ég held að þetta hafi verið hugmyndin á bak við þennan kassa þegar hann var settur upp.

En hvernig á að brjóta glerið þegar hamarinn er á bak við glerið.

IMG_2565

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband