RFV - Hausmynd

RFV

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

Gul brekka

Við Elliðavatn er þessi litla hæð. 

Sóleyjarnar eru næstum því nógu margar til að láta grasið hverfa.

Af hverju eru sumir staðir fullir af sóleyjum á meðan aðrir staðir eru fullur af fíflum?

IMG_3110

Fuglalíf

Ég hef aldrei haft neitt á móti máfum.

Máfar eru sjófuglar og eiga heima á sjónum.

Á bílastæði langt frá sjónum hafa tveir máfar fundið sér nýjar veiðilendur.

Yfirfullar ruslatunnur þýða að þar er nóg að borða.

Ef eigandi ruslatunnanna myndi tæma tunnurnar áður en þær verða yfirfullar, þyrftu fuglarnir að finna sér nýjan stað til að vera, borða og drita.

IMG_3113

IMG_3136


Turnar

Á nokkrum stöðum í borginni gróðursettu menn stál og steypu, bættu við gleri og upp spruttu turnar.

Ég hef alltaf verið hrifin af turnum en sumstaðar sjást turnarnir ekki fyrir öðrum turnum.

IMG_3072

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband