RFV - Hausmynd

RFV

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

Hvað á liturinn að heita

Til að leggja auka áherslu að eitthvað sé mjög rautt er talað um eldrautt.

Ég hef alltaf átt mjög erfitt með að skilja það.

Þessi eldur er a.m.k. ekki eldrauður.


Dýr að leik

Ég held að það skipti engu máli hversu stórir eða litlir kettirnir eru þá hafa þeir alltaf gaman að því að leika sér.

Þetta þekkja allir sem hafa haft kött á heimilinu hjá sér.

Ég sá þennan stóra kött uppstoppaðan við eina af sinni eftirlætis iðju.

Í eltingaleik við héra.


Nótt

Þegar líður á sumarið er hætta á því að ég gleymi því að það getur verið myrkur á nóttinni.


Kría

Það er hægt að segja margt um kríu.

Hún flýgur í orðsins fyllstu merkingu heimshorna á milli tvisvar á ári.

Hún er ótrúlega dugleg við að afla sér og ungum sínum fæðu.

En það sem ég og fleiri taka mest eftir er að hún er hávær og árásargjörn.


Bláalónsáskorun

Á morgunn er Bláalósnsáskorun Hjólreiðafélags Reykjavíkur.  Ég ætla að taka þátt og hjóla 40 km.

Í fyrra tók ég þátt í fyrsta skipti.  Hafði í raun ekki hugmynd um hvaða vitleysu ég var að fara útí.

Í ár veit ég hvað ég ég er að fara að gera og stefni á að bæta tímann um a.m.k. klukkutíma.

Ég held að það sé ekki svo fráleitt markmið því ég er búin að æfa mig betur en í fyrra og er með nýjar slöngur í dekkjunum.  Í fyrra fóru 40 mínútur í að laga sprungið dekk svo ég þarf ekki að bæta hjólatímann nema um 20 mínútur.

blaalon
Hér er ég nýkominn í mark í fyrra. 
Afreksögu fyrra árs má lesa hér.

Ísbjörn

Í fyrrasumar fór allt á annan endann þegar fólk taldi sig sjá ísbirni um allt land.

Tveir voru veiddir en fólk taldi sig sjá fleiri.  Venjulega var fólk að ruglast á snjósköflum, hestum eða kindum.

Sjálfur vill ég hafa þá í öruggri fjarlægð.

Þrátt fyrir að þeir eru mjög vingjarnlegir að sjá.


Norðurljós

Eitt af því sem margir hafa ekki hugmynd um, er að það eru norðurljós yfir Íslandi á sumrin.

Þau bara sjást ekki fyrir sólarljósi.

Þessi mynd var tekin um vetur.

Ljós

Þeir eru misjafnir ljósgjafarnir og hafa misjafnan tilgang. 

Ljósastaurinn og vitinn hafa þó sama tilgang.

Að lýsa mönnum leið.

IMG_2518

Búlki

Ég veit fátt skemmtilegra en að fara út á sjó og renna fyrir fisk.  Ég hef farið á margskonar bátum af ýmsum stærðum. 

Við bryggju í Flatey sé ég alltaf Búlka bundinn.

Búlki lætur mig vita að báturinn þarf ekki að vera stór til að geta sótt fisk.

IMG_2499

Súlustaður

Þessi staður er sker á Breiðafirði.  Þar hefur einhver komið fyrir súlu.

Þetta sker er súlustaður.

IMG_2479

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband