Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009
Þriðjudagur, 30. júní 2009
Óteljandi
Eyjurnar í Breiðafirði eru óteljandi.
Þegar ég fór með Baldri yfir Breiðafjörð, tók ég eftir því að sólin speglaðist í vatninu og myndaði óteljandi stjörnur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 29. júní 2009
Eina vitið
Fyrir þá sem vilja sumarbústað með flott sjávarútsýni og passlega langt í næsta hús, þá er viti eina vitið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 27. júní 2009
Stíflan
Stundum held ég að Elliðaárdalurinn sé segulmagnaður.
Ef ég hjóla einhversstaðar nálægt honum enda á alltaf í dalnum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 26. júní 2009
Það vantar eitthvað
Ég átti leið um Sandgerði nýlega.
Í fjörunni tók ég eftir því að það vantaði eitthvað.
Þegar ég skoðaði gamlar myndir sá ég svarið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 25. júní 2009
Dúfur
Ég veit um nokkra sem hafa verið í bréfdúfnarækt.
Safna saman dúfum, geyma þær í kofum og senda einstaka bréf með þeim.
Ég man eftir tveim forföllnum dúfnamönnum sem fóru nýfermdir með strætó alla leið upp í Breiðhol og fjárfestu þar í forláta dúfu. Ég man ekki hvort hún var ættbókarfærð en fyrir þá sem voru í bréfdúfum þótti þetta einstaklega merkilegur fugl.
Svo skipti engu máli hvaða strætó þeir reyndu að taka til baka. Allir bílstjórarnir neituðu að taka þá inn í vagninn með lifandi dúfu í skókassa.
Drengirnir þurftu að ganga með dúfum alla leið vestur á Seltjarnarnes. Mig minnir samt að þeim hafi þótt fuglinn hverrar krónu og hvers skrefs virði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 24. júní 2009
Hvalfjörður
Einhver sú besta samgöngubót sem Íslendingar hafa fengið voru göngin undir Hvalfjörð.
Bæði vegna þess að leiðin styttist um helling en ekki síður vegna þess að núna er hægt að fara um Hvalfjörðinn laus við alla umferð og njóta þess hversu frábær fjörður þetta er.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 23. júní 2009
Þétting byggðar
Eitt af tískuorðunum í borgarskipulagi er þétting byggðar.
Ég er nokkuð sammála því. Því þéttari sem byggðin er því styttra er í alla hluti.
Í Edinborg er byggðin mjög þétt.
Þar hafa verið byggðir margir turnar og þeim raðað þétt saman í raðhús.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 22. júní 2009
Hvort kom á undan
Það eru margir sem velta því fyrir sér hvort hafi komið á undan eggið eða hænan.
Ég velti slíkum hlutum ekki fyrir mér.
Þegar ég á leið um Sandgerði velta fyrir mér hvort kom á undan vitinn eða skemman.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 20. júní 2009
Braggi í Kópavogi
Þeir eru ekki margir braggarnir eftir á landinu.
Þennan bragga fann ég miðju nýju íbúðahverfi í Kópavoginum.
Ég er ekki viss hvort ég geti fundið hann aftur.
Ég er eins og flestir íslendingar.
Ég rata ekki í Kópavogi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 19. júní 2009
Brabra brauð
Ég ólst upp við að fara reglulega niður á tjörn að gefa brabra brauð.
Lengi hélt ég að brauð væri þeirra aðalfæða.
Þessa önd fann ég viðsfjarri öllum brauðmolum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)