Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009
Fimmtudagur, 30. apríl 2009
Flýtur
Oft skiptir ekki máli hversu stór báturinn er til að geta veitt af honum.
Það sem skiptir mestu máli er að hann flýtur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 29. apríl 2009
Á verði
Helsta vandamál við íslenska varðhunda er að þeir eru flestir alltof vinalegir.
Þetta er varðhundur sem mig langar til að klappa.
Ef hann er þá varðhundur?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 28. apríl 2009
Hvað er hesturinn að gera í garðinum?
Fyrst þegar ég sá hestinn á beit í garðinu fór ég að velta fyrir mér hvað hann væri að gera þarna.
Svo rifjaði ég upp svar sem Lína Langsokkur gaf þegar hún var spurð sömu spurningar.
"Hann myndi bara þvælast fyrir í stofunni."
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 27. apríl 2009
Gott útsýni
Hver er tilgangurinn með því að hafa sjávarútsýni og loka svo fyrir það.
Ef hundurinn væri örlítið minni myndi hann missa af því öllu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 25. apríl 2009
Köttur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 24. apríl 2009
Dróttkvætt hús
Á fyrri hluta síðustu þúsaldar fóru margir á fund Noregskonungs og fluttu fyrir hann dróttkvæðar vísur.
Oft þurfti konungur að spyrja ráðgjafa sína hvort þetta væri vel ort áður en hann gat hrósað skáldinu.
Sum hús virðast vera dróttkvæð.
Ég sá þetta hús fyrir nokkrum árum í Birmingham.
Ég hef ekki hugmynd hvaða hús þetta er eða hvað fer fram inni í því.
En ég veit að þetta er eitt af þeim húsum sem þú þarft að hafa vit á arkitektúr til að vita hvort það sé flott eða ekki.
Sjálfur er ég ekki viss svo ég ætla að finna arkitekt og spyrja hann.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 23. apríl 2009
Sjóstöng
Nú eru bara nokkrir dagar í að ég komist á sjóinn að veiða.
Ég er búin að taka saman dótið og setja við hurðina tilbúin að hlaupa af stað.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 22. apríl 2009
Lundinn léttir lund
Á hverju sumri fer ég og heimsæki lundann á Bjargtöngum.
Það léttir alltaf yfir mér þegar ég sé fyrsta lunda sumarsins.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 21. apríl 2009
Öldur
Öldur hafa ferðast um hafið svo lengi sem jörðin sjálf man eftir.
Ég fer oft í fjöruna og horfi á þær koma á land.
Flestar öldurnar eru alveg meinlausar.
Það er stóra aldan sem kemur í fjórða hvert skipti sem þarf að passa sig á.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 20. apríl 2009
Fokið í flest skjól
Í gær var lognið á hraðferð.
Vindurinn blés þar sem oftast er skjól.
Ég skrapp niður á höfn og skoðaði öldurnar í höfninni sem venjulega er mun sléttari en þetta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)