Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009
Laugardagur, 18. apríl 2009
Gamli kofinn
Sum hús virðast batna með aldrinum.
Þessi kofi varð á endanum hluti af umhverfinu.
Þakið ryðgað og götótt. Spýturnar gráar og fúnar.
Húsið passaði svo vel við allt umhverfið.
Veturinn eftir að myndin var tekin fauk kofinn á braut.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 17. apríl 2009
Turnar
Rússneskar kirkjur eru flestar með nokkrum turnum dreifðum um allt þakið.
Ég hallast helst að því að menn hafi ekki getað komið sér saman um hvaða turn átti að nota svo þeim var öllum hrúgað upp á þak.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 16. apríl 2009
Kletturinn við Dyrhólaey
Dyrhólaey er líklegast ein frægasta eyja landsins sem er landföst.
Þekktasti hlutinn er gatið.
Rétt fyrir utan eyjuna er þessi klettur.
Hann er líka með gati.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 15. apríl 2009
Brú milli tveggja heima
Þegar ég hjóla frá Reykjavík yfir til Mosfellsbæjar eru lítil brú á bæjarmörkunum.
Ég man þá tíð er Mosfellsbær hét Mosfellssveit og var langt í burtu frá Reykjavík.
Núna eru íbúðarhverfin næstum því samliggjandi.
Þegar ég fór yfir brúnna fann ég samt smá mun.
Það er ennþá smá sveit eftir í Mosfellssveitinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 14. apríl 2009
Elliðaárdalur
Besta leiðin til að komast upp í sveit án þess að þurfa að fara upp í sveit er að fara í Elliðaárdalinn.
Á heitum sumardeigi breytast bakkarnir við fossinn í Íslenska útgáfu af sólarströnd.
Vel geymt leyndarmál í nokkurra metra fjarlægð frá einni fjölförnustu götu landsins.
Ég áttu leið um á kyrrlátu kvöldi. Stoppaði og skoðaði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 13. apríl 2009
Bárujárn
Sumt virkar vel á hús en ekki báta.
Ég er ekki viss hver tilgangurinn með því að klæða bát með bárujárni er.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 11. apríl 2009
Risasveppur
Ég hef aldrei haft mikið vit á sveppum.
Ég veit að þeir eru ræktaðir á Flúðum og að þeir vaxa villtir á umferðareyjum.
Ég veit meir að segja að úti í heimi eru til sveppir sem vaxa ofaní jörðinni og á síðustu öld borguðu menn 10.000.000 lírur fyrir kílóið á Ítalíu.
En hvaða sveppur þetta eru og hvenær hann byrjaði að vaxa á Íslandi veit ég ekki.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 10. apríl 2009
Bak við hólinn
Um alla borg spruttu upp kranar af öllum stærðum og gerðum.
Þetta er einn af þeim varanlegu við höfnina.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 9. apríl 2009
Hallgrímskirkjuturn
Ég var næstum því búin að gleyma því að Hallgrímskirkjuturn var einu sinni án stillansa.
Ég er ekki frá því að það fari turninum betur að vera án þeirra.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 8. apríl 2009
Læðst í grasi
Hvort það var mús, smáfugl eða bandhnykill man ég ekki.
Hitt man ég að kötturinn læddist og lét sem minnst á sér bera þar til hann stökk.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)