Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009
Laugardagur, 28. febrúar 2009
Skarfasker
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 27. febrúar 2009
Turn til sölu
Árið 1925 fékk tékkinn Victor Lustig þá stórsnjöllu hugmynd að selja Eifel turninn í París.
Turninn var þreytulegur í útliti. Löngu kominn tími á að mála hann og mörgum var farið að þykja hann ljótur vegna þess.
Victor ákvað að boða sex brotajárnssala á fund þar sem hann tilkynnti þeim að nú ætti að rífa turninn og ákveðið hafi verið að bjóða þeim að kaupa brotajárnið sem kæmi af því. Allir stukku þeir fegnir á tilboðið enda mikið magn af járni fyrir gott verð.
Þeir máttu samt ekki tala um þetta því þetta yrði að fara með leynd þangað til turninn yrði rifinn og þeir tæku hann í burtu.
Þeim var sagt að mæta snemma morguns skipta turninum á milli sín.
Þegar þeir mættu til að sækja turninn sinn komust þeir að því að það stóð ekki til að rífa turninn og að það hafi greinilega verið svindlað á þeim.
En til að halda andliti ákváðu þeir að segja ekki nokkrum manni frá þessu.
Þetta tókst svo vel hjá Victor að hann ákvað að gera aðra tilraun til að selja turninn mánuði síðar á sama hátt. Bjóða öðrum sex brotajárnssölum að kaupa turninn á góðu verði.
Hann komst ekki upp með það því áður en hann náði að ganga frá viðskiptunum fór einn brotajárnssalinn til lögreglunnar.
Victor slapp undan þeim.
Ef turninn hefði í alvörunni verið seldur hefði mér þótt eitthvað vanta á þessa mynd.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 26. febrúar 2009
Púsluspil
Í París fann ég þetta risa púsluspil. Gert úr gleri.
Á eyju í Signu var svo byggð kirkja utanum púsluspilið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 25. febrúar 2009
Á Richter
Þegar ég var í Maastricht var haldin einn daginn heilmikil samba hátíð.
Fylltist miðbærinn af trommandi bumbuslögurum sem börðu bumbur um allan bæ.
Gengu þeir um götur þar sem verslanir voru flestar lokaðar vegna sunnudags.
Reglulega fóru þjófavarnarkerfi í gang þegar hópur gekk framhjá. En það skipti engu máli því það heyrði enginn í því.
Hljóðin frá þessum sambahópum var ekki hægt að mæla í desibelum.
Þau mældust á Richter.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 24. febrúar 2009
Tungl
Ég ber blendnar tilfinningar til fulls tungls.
Það er flott og lýsir vel í myrkrinu en það lýsir líka upp himininn og felur stjörnur og norðurljósin.
Ég var ánægður með tunglið þegar þessi mynd var tekin.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 23. febrúar 2009
Ryð
Ég hef lengi verið áhugamaður um ryðgaða hluti.
Sumir hlutir hreinlega eiga að ryðga til að passa í umhverfið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 21. febrúar 2009
Lundar
Nú styttist óðfluga í að lundinn komi aftur.
Hann er búinn að vera úti á hafi í allan vetur.
Á sumrin kemur hann sér fyrir á bjargbrúninni til að verpa eggjum og sinna sínum skildum í ferðaþjónustunni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 20. febrúar 2009
Úr hinni áttinni
Ég er vanur því að sjá Snæfelljökul frá Reykjavík.
Hann er mjög svipaður en samt öðruvísi úr hinni áttinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 19. febrúar 2009
Sjóstöng
Nú er farið að styttast í að ég komist á sjóinn með veiðistöngina.
Í fyrra veiddi ég mest 1122kg á einu móti.
Skyldi ég toppa það í ár.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 18. febrúar 2009
Horft út á haf
Það er oft góð spurning á hvað styttur eiga að horfa.
Þessi stytta í Keflavík horfir út á haf.
Mun betur sett en litla hafmeyjan í Kaupmannahöfn sem þarf að horfa upp á land.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)