RFV - Hausmynd

RFV

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Sandblástur

Ég veit að sandblástur er góð leið til að hreinsa gamla málningu í burtu.

En er þetta ekki full langt gengið.


Gott útsýni

Það er alltaf gott að lyfta sér upp og skoða útsýnið.


Fljúgandi fílar

Oft hafa heyrst sögur af mönnum sem hafa séð ýmsar gerðir af fljúgandi fílum á ferðum erlendis.

Flestar sögurnar tengjast drykkju.

Á Íslandi þykir ekki merkilegt að sjá fljúgandi fýl en fljúgandi fíll er eitthvað sem menn eiga ekki að venjast.

Í Kaupmannahöfn sá ég fljúgandi fíl með vængi.

Ég tók meir að segja mynd af honum.


Bárujárnsþak

Flest þök á Íslandi eru með bárujárni.

Einhvern tíman reyndu álfar að setja bárujárn á sín heimkynni.

Hér má sjá bárujárnsþak á hluta af gömlum hól.


Geysir

Það eru til staðir þar sem hægt er að komast hjá því að hitta Íslendinga.

Geysir er einn þeirra staða.

Ef þú hittir Íslending þar er hann líklegast leiðsögumaður eða rútubílstjóri.


Tré

Þó jólin séu liðin og 316 dagar til næstu jóla þá er ég ánægður að jólaljósin séu orðin að vetrarljósum sem fá að lifa.

IMG_0300

Mastrið

Það verður seint sagt að háspennumöstur séu augnayndi.

Það mætti með réttu segja að þau nytu sín best í svartamyrkri.

Síðasta háspennumastrið sem flytur rafmagn í álverið í Straumsvík nýtur sín langbest þegar en myrkrið skellur á.

IMG_0250

Elliðaár

Ég hjóla reglulega um Elliðaáradalinn. 

Þó ég hafi ekki rennt fyrir fisk þar á þessari öld finnst mér gott að komast sveitina án þess að þurfa að fara út fyrir borgina.

Um helgina hjólaði ég upp að stíflu og skoðaði ánna, ísinn og snjóinn.


Varða

Áður en vegurinn var fundinn upp fóru menn eftir vörðum til að rata milli staða.

Vörðurnar voru háar og þegar þú varst kominn að vörðunni þá sástu alltaf í þá næstu.

Þessi varða er rúmlega fet og ég efast um að hún nýtist veil til að rata milli staða.


Sjóstöng

Ég veit fátt skemmtilegra en að fara á litlum bát út á sjó með veiðistöng.

Aflinn hefur verið mjög misjafn.

Stundum veiðist lítið en svo hef ég líka veitt helling.

En það er alltaf gaman.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband