RFV - Hausmynd

RFV

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009

Vetur í sveit

Það er hægt að komast í sveitina án þess að fara langt.

Elliðaárdalurinn er sveitin sem er styðst fyrir mig að fara í.

Jafnt sumar sem vetur.

vetur

Flott á pappír

Fyrir nokkrum árum var ég í Rússlandi og stoppaði við götu sem var hluti af glæsilegum inngangi inn í borgina.

Við breiðstrætið voru stórar og glæsilegar blokkir sem áttu að sýna glæsileika og smekkvísi í húsbyggingum.

Áratugum síðar var hægt að segja margt annað um götuna.

Ég rifjaði þetta upp nýlega þegar ég átti leið um Borgartúnið.

blokkir

Snjórinn kom og fór

Snjórinn kom í vikunni og lagðist hvítur yfir allt.

Það var bjartara og hann passaði vel við jólaljósin.

Í morgunn var hann farinn.

Nú er bara að bíða eftir að hann komi aftur.

ellidaar

Áramót

Nú styttist í að himnarnir logi í mislitum ljósum meðan gamalt ár fer og nýtt kemur.

aramot

Hjól

Einn af fjölmörgum kostum sem ég sé við að ferðast um á reiðhjóli er sá að ég sit hærra og sé betur í kringum mig.

Ég ætti kannski að bæta útsýnið og fá mér einhjól.

Þá get ég jafnvel séð yfir hæstu jeppa.

Einhjól

Eldhnöttur

Ég sá einn eldsspúandi í gleðigöngu hinseigin daga í sumar.

Alltaf þegar ég sé myndina þá dettur mér í hug lag með Jerry Lee Lewis.

eldur

Tvennt í einu

Því er haldið fram að sumir geti bara gert eitt í einu.

Sérstaklega er þetta sagt um karlmenn.

Þeir sem eru verstir geta ekki gengið og tuggið tyggjó á sama tíma.

Til eru undantekningar.

Þennan hljóðfæraleikara sá ég fyrir nokkrum árum.

Hann spilaði á trommur með annarri og trompet með hinni.

n740056377_1467875_3162

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband