Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009
Fimmtudagur, 31. desember 2009
Gleðilegt nýtt ár
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 30. desember 2009
Draugur um áramót
Reglulega koma myndir sem haldið er fram að séu af draugum.
Því miður er nær alltaf hægt að útskýra myndirnar á einfaldan hátt.
Þar sem ég er ekki skyggn get ég ekki séð hvar draugarnir eru. Þess vegna hef ég aldrei getað náð þeim á mynd.
Á þessari mynd er ekkert yfirnáttúrulegt.
Bara ljós sem svífur í lausu lofti og óskýr vera í bakrunni ef vel er gáð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 29. desember 2009
Sveppur
Það vaxa ýmsar gerðir af sveppum á Íslandi.
Sumir ætir en aðrir eitraðir.
Ég veit ekki hvort þessi sé eitraður en ég veit að hann er ekki ætur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 28. desember 2009
Vegur
Það er alveg sama hversu holóttur vegurinn er.
Með réttu hugarfari og öðru sjónarhorni sést ekkert nema bein, greið leið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 26. desember 2009
Stór spurning?
Sumt skil ég ekki.
Þar á meðal hvaða listaverk þetta er, hvað það á að merkja og hvað það er að gera þarna?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 25. desember 2009
Tré
Ég hef séð mörg misvel skreytt tré.
Af öllum þeim trjám sem hafa verið umvafin ljósum er þetta það langflottasta sem ég hef séð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 24. desember 2009
Gleðileg Jól
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 23. desember 2009
Sólfar og súla
Um alla borg eru styttur og minnismerki.
Sum minnismerkin eru þannig að ég man venjulega ekki eftir þeim og það eru líka til styttur sem mætti stytta sýningartímann á.
Hvorugt á við um Sólfarið og Friðarsúluna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 22. desember 2009
Tré
Á fjölförnum gatnamótum er tré sem ég hafði aldrei séð fyrr en jólaljósin voru sett á það.
Á öðrum árstímum er tréð ósýnilegt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 21. desember 2009
Veiði
Það eru margir góðir veiðistaðir og margir eiga sinn eftirlætis veiðistað.
Suma veiðistaði þarf að borga stórfé fyrir að fá að komast á og á aðra þarf að sigla með bát langa leið.
Aðrir staðir eru fríir, inni í borginni og þarf bara að ganga nokkur skref.
Og þar er fiskur tilbúinn að bíta á.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)